mánudagur, ágúst 30, 2004

Hæ hæ það eru komnar nýjar myndir frá Danmörku, endilega kíkið á þær.

laugardagur, ágúst 28, 2004

Jæja núna erum við búin að vera hérna í nærri tvær vikur og okkur líður bara vel. Ég sakna samt allra sem eru heima en það eru bara fjórir mánuðir þangað til að við komum heim í jólafrí, jibbí.
Annars er nú búið að vera mest lítið að gera hjá mér, fór reyndar á kynningu hjá skólanum en þar sem kynningin var á dönsku skildi ég eiginlega ekkert og pantaði því tíma hjá námsráðgjafa eða eitthvað þannig til að hann gæti skýrt þetta út fyrir mér. Ég á semsagt tíma hjá honum á miðvikudaginn og þá fer þetta nú allt að skýrast, vonandi.
Svo erum við bara búin að vera að slappa af, Árni er strax byrjaður að læra, rosalega duglegur og ég er búin að vera rosalega dugleg að sauma í jólakrosssauminn minn ;).
Heyrðu svo erum við búin að finna besta ís í heimi, frá Haagen Daaz. Bragðið er með vanillu, karamellu og brownie bitum, ekkert smá góður, nammi namm.
En ætla að segja þetta gott núna og fara að athuga hvort að eitthvað sé í sjónvarpinu (erum með alveg 40 stöðvar þannig að það er alltaf hægt að finna eitthvað).

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Jæja þá er byrjuð að koma smá mynd á íbúðina okkar. Við erum komin með eldhúsborð og 4 klappstóla (þannig að það er hægt að sitja annars staðar en á vindsænginni) og á morgun fáum við sófann okkar og líklegast rúmið líka, hlakka svo til.
Við hjóluðum í nokkrar búðir í gær og ég var gjörsamlega búin á því eftir fyrstu brekkuna (alveg ekkert þol) en það lagaðist fljótt. Verð bara að vera dugleg að æfa mig að hjóla.
Svo reyndi ég að tala við mömmu og pabba í gær í gegnum MSN en það var ekkert smá fyndið. Þau heyrðu nefnilega ekkert í mér en ég heyrði í þeim þannig að ég skrifaði allt sem ég sagði og svo töluðu þau við mig í gegnum mikrófóninn, örugglega frekar fyndið að horfa á okkur ;). Vona bara að það gangi betur næst, það er svo gott að geta talað svona saman.
Árni byrjar svo í skólanum á morgun, hann er bara 3 daga (í viku) í skólanum fyrstu 7 vikurnar þannig að það er mjög fínt. Svo hef ég enga hugmynd um hvenær ég byrja eða hvort ég byrji yfir höfuð vegna þess að þótt að ég hafi fengið bréf um að ég sé komin inn þá er það ekkert pottþétt, ekki alveg nógu gott. Ég er á fullu að senda þeim email en fæ engin svör. Ekkert smá asnalegt að láta mann flytja út til annars lands og svo bara segja: nei þú kemst kannski ekki inn (en samt er ég með bréf sem stendur að ég sé komin inn). En ég fer allavega í kynningu hjá þeim á fimmtudaginn og þá hlýtur þetta að koma betur í ljós.
En ætla að segja þetta gott núna og fara að horfa á Olympíuleikana. Knús til allra.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Vá hvað við erum búin að kaupa mikið, hornsófa, risastórt rúm, 28" widescreen sjónvarp (sem við fengum mikið ódýrara en það átti að kosta), eldhúsborð og svo ýmislegt smádót. Við tókum bíl á leigu í dag til að komast yfir allar búðirnar sem við áttum eftir og það hjálpaði okkur ekkert smá mikið, við skiljum ekki hvernig Karen og Grétar gátu komist yfir þetta án þess að vera á bíl. En við höfðum bílinn bara í dag, skilum honum eldsnemma á morgun og þá byrjar maður bara að hjóla og svona, keyptum einmitt líka hjól handa mér í dag, 18 gíra rosalega flott.
En núna erum við semsagt heima í nýju íbúðinni okkar og erum að fara að gista fyrstu nóttina þar. Það eina sem er í íbúðinni eru töskurnar okkar, sjónvarpið (auðvitað strax búin að tengja það) og svo vindsæng sem Karen og Grétar eiga. Við fáum nefnilega flest sent í næstu viku þannig að það verður frekar fátæklegt hjá okkur fyrstu dagana.
Svo vorum við að tala við mömmu og pabba og tengdó í gengum Msn og Skype, ekkert smá gaman að geta talað saman án þess að hafa áhyggjur af reikningnum. Maður er bara strax sítengdur (fylgir með húsaleigunni) þannig að það er rosalega fínt.
En ætla að fara að horfa á sjónvarpið. Knús til allra.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Gleymdi auðvitað að segja fullt ;). Nýja heimilisfangið okkar er:
Ladegårdskollegiet
Skejbyparken 360, st. L. 7
8200 Århus N
Svo erum við að vinna í því að fá okkur ný símanúmer og svona, gleymdum auðvitað að skrá nýtt lögheimili hjá Hagstofunni heima og við fáum ekki danska kennitölu fyrr en við gerum það og maður þarf danska kennitölu þegar að maður sækir um síma. Þannig að það tekur líklega dálítinn tíma að fá ný símanúmer.
En ætla að fara að hjálpa Karen og Árna elda, við fáum lasagna, nammi namm.

Jæja þá erum við komin til Aarhus. Ég var búin að vera þrjá daga í svo miklu stjani hjá mömmu og pabba að ég tímdi varla að fara, fékk uppáhaldsmatinn minn og svona. En svo lögðum við af stað upp á flugvöll um tólfleytið og vélin átti að fara kl. 14:50. En nei nei, þá var seinkun hjá Iceland Express þannig að við lögðum ekki af stað fyrr en um hálffimm, ekki nógu gott fyrir flughræddu mig. En flugið var mjög gott, lítil sem engin ókyrrð. En út af þessari seinkun náðum við ekki lest fyrr en kl. 00.11 (þurftum að bíða í tvo tíma á flugvellinum).
Þannig að við vorum komin til Aarhus klukkan 4 og vöktum auðvitað Karen og Grétar þá sem tóku geðveikt vel á móti okkur. Svo í dag erum við bara búin að vera að labba um og skoða íbúðina okkar, hún er rosalega fín, parket á öllum gólfum og svona. En maður er ekki búinn að átta sig á því að maður er ekki að fara heim eftir tvær þrjár viku, frekar skrýtið.
Svo á að fara í Ikea á morgun og versla sér eitthvað dót og reyna líka að finna rúm og svo kíkja aðeins upp í skóla og svona.
En ég ætlaði bara aðeins að blogga smá, sakna ykkar allra heima :). Knús og kossar.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Jæja núna er maður búinn að kveðja nokkra. Fór til pabba í gær og kvaddi hann því að hann var að fara til Bakkafjarðar aftur í dag þannig að ég á ekkert eftir að sjá hann aftur áður en við förum. Svo kvöddum við líka Hrönn og Axel því að þau skelltu sér í helgarferð til London í morgun og koma ekki aftur fyrr en á mánudagskvöld. Ég er samt einhvern veginn ekki að ná því að ég á ekki eftir að sjá þetta fólk fyrr en eftir 4 mánuði, frekar skrýtið sko.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Ég hata svona hita, líður best í svona 5-10 stiga hita og fullt af vindi. Núna sit ég í vinnunni þar sem loftræstingin er svo léleg og er gjörsamlega að stikna ;) og þarf að bíða til hálffimm því að Árni kemur þá að sækja mig.
Annars er ekkert í fréttum, njótum bara hjónalífsins í botn :). Fórum reyndar með dótið okkar í gám í dag og þá verður það komið til Aarhus 19. ágúst. Svo eru bara 4 dagar þangað til að við flytjum. Ég ætla einmitt að vera hjá mömmu og pabba alla helgina og fá svið og kjötsúpu í matinn, nammi namm.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Jæja búin að setja brúðkaupsmyndirnar inn sem og nokkrar myndir úr ýmsum áttum. Svona er maður fljótur þegar að maður hefur sér tölvu, vorum nefnilega að kaupa Think Pad x40 sem er geðveikt flott, nett og lítil. Endilega tékkið á myndunum. Vonandi koma svo seinna einhverjar fleiri brúðkaupsmyndir.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Gleymdi að segja frá tvennu. Í brúðkaupsveislunni spiluðu tveir vinir hans Árna fyrir okkur lagið okkar (More than words) á saxófon og trompet og svo fengu þeir til hjálpar við sig einn annan sem spilar á gítar. Þetta var svo flott hjá þeim, alveg yndislegt. Vantaði bara að hafa cameru til að taka þetta upp.
Svo gaf ég Árna úr í morgungjöf og hann gaf mér hring, ekkert smá flott ;)

Yndislegast dagur sem ég hef bara lifað var núna á laugardaginn þegar að ég giftist Árna mínum. Það var svo frábært að labba inn kirkjugólfið til hans, hlusta á prestinn gifta okkur og svo var Ríta svo frábær með hringana. Bergþór Pálsson söng í kirkjunni og ég táraðist alveg (eins og held ég fleiri). Hann söng Amazing Grace á íslensku, Grow old with me á íslensku og endaði svo á Loksins ég fann þig, alveg meiriháttar hjá honum. Svo fórum við í Grasagarðinn í Laugardag í myndatöku (gátum ekki farið í Hellisgerði af því að það var búið að rigna svo mikið yfir daginn) og þar vorum við inni í litlu kaffihúsi, ekkert smá sætt. Eftir þetta var farið á Hótel Sögu þar sem að allir biðu okkar og þvílíkt magn af hrísgrjónum :s. Svo tók bara við maturinn sem var rosalega góður og frábær skemmtiatriði, ræður frá pöbbunum okkar, við dönsuðum brúðarvalsinn, skárum kökuna og margt fleira. En þetta var svo frábært að við tímdum varla að þetta myndi enda.
Mamma og pabbi tóku fullt af myndum og ég ætla að reyna að setja þær inn í dag, sé nú til hvernig það gengur ;). En við erum semsagt bæði í fríi í dag, förum að vinna á morgun og vinnum þá í 4 daga enda er bara vika þangað til að við flytjum til Aarhus.
Svo fengum við auðvitað rosalega mikið af pökkum en ég nenni ekki að skrifa hvað við fengum, enda tæki hálftíma að skrifa það en allt var rosalega flott sem við fengum.

föstudagur, ágúst 06, 2004

Jæja núna eru innan við 18 tímar að ég giftist Árna mínum. Það er svo skrýtið að þessi dagur sé kominn, maður er búinn að bíða svo lengi eftir honum. Ég hlakka svo mikið til en samt er ég dálítið stressuð (með höfuðverk og smá flökurt) en það hlýtur að hverfa í nótt.
Við fórum á æfinguna í dag og hittum prestinn og mér líst bara nokkuð vel á hann. Ríta var nú nærri því sofnuð í kirkjunni, algjört krútt. Vona bara að hún geti haldið sér vakandi á morgun ;).
Núna er ég bara heima hjá mömmu og pabba og við erum aðeins að spjalla saman og slappa af og svona. Reyndar á þessum þremur tímum síðan að ég kvaddi Árna þá er ég alltaf að muna eftir einhverju sem við höfum gleymt að gera þannig að ég er örugglega búin að hringja í hann svona 5 sinnum.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Loksins er þessi dagur búinn, að sitja og geta ekki gert neitt í 8 tíma er ömurlegast. En núna er ég komin í fimm daga frí, ekkert smá gaman.

Ég fór fyrr heim í gær vegna þess að það var ekkert að gera og núna í dag eru kerfin heldur ekki inni, það er svo ömurlegt að sitja fyrir framan tölvuna og hafa nákvæmlega ekkert að gera. Ég er svo ánægð að ég verð ekki að vinna á morgun og hinn, nenni ekki að standa í svona veseni.
Ég fékk gervineglur í gær og þær eru ekkert smá flottar. Svo fer ég í litun og plokkun í dag og svo strípur á morgun og þá er ég bara tilbúin ;).

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jæja helgin búin og maður er bara mættur aftur í vinnuna og þá eru kerfin okkar ekki inni og þá getum við auðvitað ekkert gert. Svo var verið að hringja (klukkan hálfníu) og okkur sagt að líklegast koma kerfin ekkert inn í dag, alveg frábært að hanga fyrir framan tölvuna í 8 tíma og geta ekkert gert.
En helgin var svo góð, við slöppuðum vel af fyrir næstu helgi, þurftum sko alveg á því að halda. Svo fórum við í bíó í gær með Hrönn og Axel, fórum á Crimson River 2. Myndin er mjög góð fyrir utan mjög svo lélegan endi. Það er eins og handritshöfundarnir hafi haft 5 mínútur til að klára endinn, ekki alveg nógu gott sko.
En svo verður mikið að gera í þessari viku, prufuförðun, litun og plokkun, láta setja á sig gervineglur, skreyta salinn, fara í æfingu í kirkjunni, athuga skreytingarnar og margt fleira ;)