laugardagur, ágúst 28, 2004

Jæja núna erum við búin að vera hérna í nærri tvær vikur og okkur líður bara vel. Ég sakna samt allra sem eru heima en það eru bara fjórir mánuðir þangað til að við komum heim í jólafrí, jibbí.
Annars er nú búið að vera mest lítið að gera hjá mér, fór reyndar á kynningu hjá skólanum en þar sem kynningin var á dönsku skildi ég eiginlega ekkert og pantaði því tíma hjá námsráðgjafa eða eitthvað þannig til að hann gæti skýrt þetta út fyrir mér. Ég á semsagt tíma hjá honum á miðvikudaginn og þá fer þetta nú allt að skýrast, vonandi.
Svo erum við bara búin að vera að slappa af, Árni er strax byrjaður að læra, rosalega duglegur og ég er búin að vera rosalega dugleg að sauma í jólakrosssauminn minn ;).
Heyrðu svo erum við búin að finna besta ís í heimi, frá Haagen Daaz. Bragðið er með vanillu, karamellu og brownie bitum, ekkert smá góður, nammi namm.
En ætla að segja þetta gott núna og fara að athuga hvort að eitthvað sé í sjónvarpinu (erum með alveg 40 stöðvar þannig að það er alltaf hægt að finna eitthvað).