mánudagur, ágúst 09, 2004

Yndislegast dagur sem ég hef bara lifað var núna á laugardaginn þegar að ég giftist Árna mínum. Það var svo frábært að labba inn kirkjugólfið til hans, hlusta á prestinn gifta okkur og svo var Ríta svo frábær með hringana. Bergþór Pálsson söng í kirkjunni og ég táraðist alveg (eins og held ég fleiri). Hann söng Amazing Grace á íslensku, Grow old with me á íslensku og endaði svo á Loksins ég fann þig, alveg meiriháttar hjá honum. Svo fórum við í Grasagarðinn í Laugardag í myndatöku (gátum ekki farið í Hellisgerði af því að það var búið að rigna svo mikið yfir daginn) og þar vorum við inni í litlu kaffihúsi, ekkert smá sætt. Eftir þetta var farið á Hótel Sögu þar sem að allir biðu okkar og þvílíkt magn af hrísgrjónum :s. Svo tók bara við maturinn sem var rosalega góður og frábær skemmtiatriði, ræður frá pöbbunum okkar, við dönsuðum brúðarvalsinn, skárum kökuna og margt fleira. En þetta var svo frábært að við tímdum varla að þetta myndi enda.
Mamma og pabbi tóku fullt af myndum og ég ætla að reyna að setja þær inn í dag, sé nú til hvernig það gengur ;). En við erum semsagt bæði í fríi í dag, förum að vinna á morgun og vinnum þá í 4 daga enda er bara vika þangað til að við flytjum til Aarhus.
Svo fengum við auðvitað rosalega mikið af pökkum en ég nenni ekki að skrifa hvað við fengum, enda tæki hálftíma að skrifa það en allt var rosalega flott sem við fengum.