Jæja þá erum við komin til Aarhus. Ég var búin að vera þrjá daga í svo miklu stjani hjá mömmu og pabba að ég tímdi varla að fara, fékk uppáhaldsmatinn minn og svona. En svo lögðum við af stað upp á flugvöll um tólfleytið og vélin átti að fara kl. 14:50. En nei nei, þá var seinkun hjá Iceland Express þannig að við lögðum ekki af stað fyrr en um hálffimm, ekki nógu gott fyrir flughræddu mig. En flugið var mjög gott, lítil sem engin ókyrrð. En út af þessari seinkun náðum við ekki lest fyrr en kl. 00.11 (þurftum að bíða í tvo tíma á flugvellinum).
Þannig að við vorum komin til Aarhus klukkan 4 og vöktum auðvitað Karen og Grétar þá sem tóku geðveikt vel á móti okkur. Svo í dag erum við bara búin að vera að labba um og skoða íbúðina okkar, hún er rosalega fín, parket á öllum gólfum og svona. En maður er ekki búinn að átta sig á því að maður er ekki að fara heim eftir tvær þrjár viku, frekar skrýtið.
Svo á að fara í Ikea á morgun og versla sér eitthvað dót og reyna líka að finna rúm og svo kíkja aðeins upp í skóla og svona.
En ég ætlaði bara aðeins að blogga smá, sakna ykkar allra heima :). Knús og kossar.
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 8/17/2004 03:49:00 e.h.
|