Ég hata svona hita, líður best í svona 5-10 stiga hita og fullt af vindi. Núna sit ég í vinnunni þar sem loftræstingin er svo léleg og er gjörsamlega að stikna ;) og þarf að bíða til hálffimm því að Árni kemur þá að sækja mig.
Annars er ekkert í fréttum, njótum bara hjónalífsins í botn :). Fórum reyndar með dótið okkar í gám í dag og þá verður það komið til Aarhus 19. ágúst. Svo eru bara 4 dagar þangað til að við flytjum. Ég ætla einmitt að vera hjá mömmu og pabba alla helgina og fá svið og kjötsúpu í matinn, nammi namm.
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 8/11/2004 04:10:00 e.h.
|