Jæja helgin búin og maður er bara mættur aftur í vinnuna og þá eru kerfin okkar ekki inni og þá getum við auðvitað ekkert gert. Svo var verið að hringja (klukkan hálfníu) og okkur sagt að líklegast koma kerfin ekkert inn í dag, alveg frábært að hanga fyrir framan tölvuna í 8 tíma og geta ekkert gert.
En helgin var svo góð, við slöppuðum vel af fyrir næstu helgi, þurftum sko alveg á því að halda. Svo fórum við í bíó í gær með Hrönn og Axel, fórum á Crimson River 2. Myndin er mjög góð fyrir utan mjög svo lélegan endi. Það er eins og handritshöfundarnir hafi haft 5 mínútur til að klára endinn, ekki alveg nógu gott sko.
En svo verður mikið að gera í þessari viku, prufuförðun, litun og plokkun, láta setja á sig gervineglur, skreyta salinn, fara í æfingu í kirkjunni, athuga skreytingarnar og margt fleira ;)
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 8/03/2004 08:26:00 f.h.
|