Helgin byrjar bara vel. Í gær var grillpartý hjá Hrönn og Axel og Helga, Freyr, Ásta og Ívar komu líka. Nammi namm, það var ekkert smá gott að borða og Hrönn bjó til frábæran eftirrétt ;). Svo var bara setið og kjaftað og fengið sér smá í glas en um hálfeitt vorum við hjónakornin alveg að sofna þannig að við drifum okkur bara heim og sváfum til hádegis. Þá var mamma svo góð að koma að sækja mig og keyra mig til að ná í bílinn, takk mamma mín. Svo fór dagurinn bara í leti, lágum í rúminu og horfðum á Stargate: Atlantis, borðuðum nammi og pöntuðum pizzu. Þvílíkt næs.
Á morgun er heldur ekkert planað, búin að pakka flest öllu sem þarf að fara með skipinu til Danmerkur og líka búin að gera nærri allt fyrir brúðkaupið þannig að maður hefur bara ekkert að gera :). Ætla bara að fara til mömmu og pabba og vera hjá þeim í smástund, alltaf styttist þangað til að ég fer og þá verða engin mamma og pabbi, snökt snökt.
laugardagur, júlí 31, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/31/2004 10:37:00 e.h.
|