Ég, Árni, mamma og pabbi fórum í hádeginu í dag á nýja kaffihúsið í gamla Top Shop húsinu, það var ekkert smá gott, mæli alveg hiklaust með því. Tilefnið var að hitta frænku hans pabba og fjölskyldu hennar (semsagt Maja, Dave og dætur) sem búa í Bandaríkjunum og þau komast ekki í brúðkaupið okkar því að þau fara aftur til USA á morgun. Þau gáfu okkur meira að segja pakka, fyrsta brúðkaupspakkann okkar, vei vei. Ég ætla samt ekki að opna hann strax, mér finnst ég vera rosalega stapil því að hann liggur hérna rétt fyrir framan mig.
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/27/2004 01:51:00 e.h.
|