föstudagur, júlí 16, 2004

Jæja helgin loksins komin ;) en ég sit ennþá í vinnunni af því að Árni er að vinna til hálffimm. Ég hlakka samt svo til að komast heim því að við leigðum LOTR: The return of the king í gær en ég var svo þreytt að við slökktum á henni þegar að hún var ca. hálfnuð þannig að við eigum helminginn eftir, gaman gaman.
Svo er MR - reunion á morgun, bekkjarpartý klukkan 6 og svo hittast allir bekkirnir saman í Félagsheimili Seltjarnarness seinna um kvöldið, vei vei. Hlakka svo til að hitta bekkinn minn aftur, geðveikt langt síðan að maður hefur hitt alla. Reyndar hef ég heyrt að það verði frekar slæm mæting úr okkar bekk en þetta verður samt gaman.
Svo eiga Sigga systir og Sara vinkona báðar afmæli á sunnudag þannig að að við erum boðin í tvö afmæli á sunnudaginn, annað klukkan tvö og hitt fjögur. Reyndar mæti ég líklegast bara ein í bæði afmælin því að Árni verður alla helgina í VÍS að koma útboðskerfinu af stað. Þannig að bara góða helgi allir saman.