fimmtudagur, júlí 29, 2004

Fór í Tvö Hjörtu og mátaði brúðarkjólinn í gær. Það þurfti nefnilega að stytta hann og laga það seinasta sem þurfti að laga. Þetta var í fyrsta skipti sem ég mátaði hann með öllu og hann var svoooo flottur, get varla beðið eftir brúðkaupsdeginum. Svo þarf ég að fara með Rítu krútt í dag og láta hana máta kjólinn sinn, hún verður ekkert smá sæt.
Annars er ég orðin dálítið stressuð, ekkert fyrir brúðkaupinu sjálfu heldur bara að ná því sem ég þarf að gera, þetta hleðst bara allt í einu upp. Svo þurfum við líka að gera svo mikið fyrir Danmerkur förina og það eru bara ekki nægir klukkutímar í sólarhringnum, sérstaklega þar sem við verðum að vinna alveg fram á seinasta dag, vinnum föstudaginn 13. ágúst og förum mánudaginn 16. Gúlp!!!.