Ég var búin að hlakka svo til að velja lögin í gær en Bergþór Pálsson var eitthvað búinn að gleyma þessu og var búinn að lofa sér annað þannig að við eigum að hitta hann í kvöld og ákveða lögin þá.
Svo erum við bæði í fríi allan daginn á morgun og leggjum snemma af stað á ættarmótið á morgun, enda tekur sex tíma að keyra í Ásbyrgi. Við ætlum að fara með tengdó í bíl því að við treystum okkar bíl ekki alveg. Veðurspáin er góð þannig að þetta verður örugglega rosalega fínt.
Það er nákvæmlega ekkert að gera í vinnunni, hvorug kerfin sem við vinnum í er búið að keyra þannig að við látum okkur bara leiðast, ekki það skemmtilegasta í heimi.
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/01/2004 09:33:00 f.h.
|