Hrönn og Axel eru búin að bjóða okkur í grill til þeirra núna á föstudaginn. Helga, Freyr, Ásta og Ívar koma væntanlega líka og svo verður kannski farið á djammið. Þetta er nefnilega seinasta helgin sem hægt verður að gera eitthvað svona því að þarnæstu helgi verður brúðkaupið og helgina þar á eftir verðum við bara á fullu að pakka og svona. Oh það verður svo gaman að grilla, ég sem borða ekki grillkjöt finnst alveg æðislegt að grilla sveppi með piparosti, kartöflur og maískorn og hafa svo kalda hvítlaukssósu með, nammi namm.
Svo er Hrönn búin að sauma hringapúðann fyrir okkur og hann er svo flottur en ég ætla ekkert að lýsa honum því að hann á að koma á óvart ;).
Svo fórum við líka til Laufeyjar og Eiðs í gær, Laufey ætlar nefnilega að vera svo góð að skrautskrifa í gestabókina okkar fyrir brúðkaupið. Hún sýndi okkur það sem hún var búin að vera að æfa sig að gera og það var ekkert smá vel gert hjá henni. Þetta verður svo flott :).
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/27/2004 11:47:00 f.h.
|