mánudagur, júlí 12, 2004

Jæja gæsunin búin og þvílíkt gaman sem þetta var. Ég var semsagt sótt um tíuleytið og var búin að finna alla hlutina á listanum þannig að ég fékk 10 fyrir það og enga refsingu ;). Svo var ég klædd í fjólubláan krumpugalla sem mamma gekk í fyrir mörgum árum og er frekar hallærislegur og það var farið með mig þannig klædda í Sporthúsið þar sem ég var látin fara í ýmis tæki (og er með geðveikar harðsperrur núna). Svo var farið í Kringluna þar sem að ég fékk ýmsar vísbendingar á dönsku um það hvað ég ætti að gera eins og að spila á þverflautuna þangað til að ég fékk pening, fara í lakkrískappát við þrjá menn, búa til broskall úr opal og margt fleira og ég var by the way klædd í can can kjól allan tímann. Eftir þetta var farið með mig í keilu þar sem að ég vann (ekki skrýtið þar sem að ég var með samanlögð stig af tveimur brautum) og svo var farið með mig í nudd á Hótel Loftleiðum. Það var ekkert smá næs, lá bara í klukkutíma og fékk geðveikt nudd, alveg frá tám og upp á andlit enda sofnaði ég ;) Þegar að nuddið var búið biðu allar stelpurnar eftir mér með jarðaber og freyðivín í pottinum, nammi namm. Svo var farið heim til Hrannar þar sem að við fengum kjúklinga fajitas sem var ekkert smá gott. Svo var farið að djúsa en klukkan hálftólf var ég dregin á Ölver þar sem að ég átti að syngja karaóki en ég neitaði því, ég mun aldrei á ævi minni gera þetta því að ég hata þetta svoooo mikið. Þannig að allir fóru bara á Glaumbar og það var mjög skemmtilegt því að ég fékk öll lög spiluð sem að ég spurði dj-inn um. Reyndar var ég með slör allt kvöldið en það var bara gaman. En um hálfþrjú leytið var ég komin með nóg og þá hittum við strákana og ég og Árni fórum bara heim.
Takk æðislega krúsirnar mínar, þetta var ekkert smá gaman.
Árna dagur var nú voðalega melló miðað við minn. Hann var ekki sóttur fyrr en klukkan tólf því að sumir sváfu yfir sig ;). Þá var bara brunað í sumarbústað á Þingvöllum þar sem að þeir grilluðu og spiluðu, svo var farið í pott á Nesjavöllum, borðað á Fridays og svo bara fara á djammið.
En fínt að þetta er búið, bara þrjár helgar í brúðkaupið, gúlp ;)