Ég og Árni erum að fara að hitta bakarann í hádeginu til að ákveða hvernig köku við ætlum að hafa og líka til að vita hvort að hann geti gert hana alveg eins í útliti og ég vil (ég er nefnilega búin að finna draumakökuna á netinu og þarf að vita hvort að það sé hægt að gera hana). Svo er ég að fara í prufugreiðslu eftir vinnu í dag þannig að það er nóg að gera enda eru bara 25 dagar í brúðkaupið og mér finnst við eiga eftir að gera svo mikið.
Heyrðu ég gleymdi einu í sögunni um gæsapartýið, ég var látinn húlla í Kringlunni og þvílíkt erfitt sem það er, þetta var svo lítið mál þegar að maður var yngri en systur mínar og flestar vinkonurnar geta þetta heldur ekki í dag þannig að þetta virðist vera einhver hæfileiki sem maður tapar bara :( eða kannski bara hæfileiki sem er ekki í þjálfun í dag.
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/13/2004 10:51:00 f.h.
|