Ég var á leiðinni út í búð með Árna að versla það sem vantar upp á fyrir brúðkaupið en svo hringdi mamma í mig og hún og systurnar voru að fara í Strympu (Straumfjarðartungu á Snæfellsnesi) sem er gamla sveitin okkar, þ.e.a.s. mamma fór þangað í vist þegar að hún var 13 ára og var þar í þrjú sumur og svo eftir að hún átti okkur fór hún mjög oft með okkur systkinin þangað. Ég ákvað að skella mér með og ég sé sko ekki eftir því, það er svo gaman að koma þarna aftur, reyndar er ekki búið þarna lengur en Fríða (konan sem mamma var hjá í vist) og fjölskyldan hennar halda húsinu við sem sumarhús. Fríða var einmitt stödd þarna núna og það var rosalega gaman að sjá hana aftur, ég er ekki búin að sjá húsið og hana í 12 ár. Geðveikt stuð, ég tók nokkrar myndir og ætla að skella þeim inn á morgun eða hinn. Svo kom ég bara heim í grillmat hjá tengdó, nammi namm.
laugardagur, júlí 24, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/24/2004 09:02:00 e.h.
|