Mér leiðist í vinnunni :( Nenni ekki að vera hér því að mér finnst ég hafa svo nóg annað að gera fyrir brúðkaupið. Við fórum í gær í Garðheima og fundum loksins sæta litla styttu á brúðartertuna okkar og keyptum líka borða til þess að rúlla upp Ást er og það kemur svo vel út!! Reyndar gerði ég bara tvö þannig í gær, tekur greinilega dálítinn tíma að gera þetta ;)
Mamma er í stressi að reyna að finna föt fyrir brúðkaupið enda eru bara 23 dagar það, (samanber niðurtalninguna hérna til vinstri á síðunni). Hún er búin að vera í allan dag að leita sér að fötum, vona bara að henni gangi vel svo að hún geti farið aðeins að slappa af.
Svo á ég bara eftir að vinna í 17 daga og svo förum við út eftir mánuð + einn dag !!
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/15/2004 01:47:00 e.h.
|