Var að fá smá lista í hendur, semsagt hvað ég á að hafa með mér í gæsuninni. Þetta er mjög skrautlegur listi, ég á t.d. að hafa með mér svipu, loðin handjárn, eldgömlu kisugleraugun mín, sippuband, kardemommubæinn (á plötu, spólu eða disk), kókosbollur og margt fleira. Og ég fæ refsingu ef ég get ekki reddað einhverju :(
Í öðrum fréttum þá erum við að fara á Spiderman annað kvöld í lúxussal, geðveikt gaman.
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/08/2004 03:54:00 e.h.
|