Jæja, enn ein helgin búin og hún var bara mjög fín. Ég fór með mömmu að finna kjól á hana á laugardaginn og við fundum einn ekkert smá flottan sem hún keypti þannig að þá er einu minna að gera fyrir brúðkaupið ;). Á laugardagskvöldið var MR reunion og það var ekkert smá gaman, að hitta alla aftur (suma hefur maður ekki hitt í þessi fimm ár sem eru síðan að við útskrifuðumst) og bara svona að finna út hvað er að gerast í lífinu hjá þeim, það eru t.d. þrír sem voru með mér í bekk sem búa í Aarhus þannig að það er frábært.
Svo voru það tveir sem áttu afmæli í gær, Sigga systir varð 36 ára, til hamingju með daginn elsku systir og svo varð Sara vinkona 25, til hamingju með daginn krútta. Það voru ekkert smá flottar veitingar hjá báðum þannig að ég var alveg að springa í gær :).
mánudagur, júlí 19, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/19/2004 08:15:00 f.h.
|