miðvikudagur, september 28, 2005

Árni klukkaði mig þannig að ég verð víst að segja frá 5 tilgangslausum staðreyndum um mig:

1. Ég er ofur stundvís. Þetta getur verið mjög pirrandi á Íslandi þegar að maður mætir fyrstur í partý og þarf að bíða eftir því að gestgjafinn fari í sturtu og svona :). Einnig þegar að maður sjálfur heldur partý þá fer rosa mikið í taugarnar á mér að enginn mætir á réttum tíma.

2. Mér finnst gaman að pússla (bæði venjuleg pússl og líka á netinu). Get eytt óratíma í það.

3. Ég er algjör bókaormur og er einmitt að njóta þess núna að lesa skáldsögur í stað námsbóka. Mörgum finnst mjög skrýtið að ég get líka lesið sömu bækurnar aftur og aftur.

4. Mig langar mjög mikið að vinna í Kattholti. Örugglega margir sem skilja ekkert í mér að vilja það en kettir eru bara yndislegustu dýr í heimi.

5. Ég er gjörsamlega háð ýmsum þáttum; ER, One Tree Hill, Desperate Housewifes, Stargate og Lost. Mér fannst alveg hræðilegt þegar að Friends hættu á sínum tíma en maður lærir þá bara þættina utanað í staðinn :).

Ég á víst að klukka aðra fimm og ég er að spá í að klukka þá sem eru búnir að vera mjög latir að blogga undanfarið; semsagt Árni (hann er ekki búinn að skrifa þessi 5 atriði um sig þótt að hann klukkaði mig), Ásta, Grétar, Ívar og Laufey

föstudagur, september 23, 2005

Í tilefni helgarinnar ákvað ég að skella inn smá gríni. Tók þetta af heimasíðunni hennar Möggu í Sviss. Góða helgi allir :)


Námskeið fyrir karlmenn
ALLIR VELKOMNIR
AÐEINS FYRIR KARLA

Athugasemd: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið

Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:

FYRRI DAGUR

HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?
Skref fyrir skref með glærusýningu

KLÓSETTRÚLLUR: VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM?
Hringborðsumræður

MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)

DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður nokkrir sérfræðingar

AÐ TAPA GETUNNI
Að missa fjarstýringuna til makans.
Stuðningshópar

LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi.
Opin umræða


SEINNI DAGUR

TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir

HEILSUVAKT: ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning

SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar

ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir

AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM: GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA Fyrirlestur og hlutverkaleikir

HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni

AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann

AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl

þriðjudagur, september 20, 2005

Er búin að breyta flugmiðanum mínum, flýg semsagt til Danmerkur 22. október í stað 29. október. Lýk starfsþjálfuninni 21. okt. og ákvað bara að drífa mig strax út til Árna. Þannig að niðurtalningin er komin niður í 32 daga :).

mánudagur, september 19, 2005

Fór út að borða með nokkrum stelpum í vinnunni á föstudag. Fyrst var farið í fordrykk í boði fyrirtækisins og þaðan lá leiðin á Tapas barinn þar sem við fengum annan fordrykk og 7 rétta óvissuferð (maður veit þá ekkert hvað verður borið á borð). Við fengum m.a. beikonvafða hörpuskel með steiktum döðlum, parmaskinku og rækjur í chilli sósu, nammi namm. Eftir þetta löbbuðum við aðeins um bæinn og enduðum kvöldið á Ölstofunni en svo fór ég bara heim um eittleytið. Hefði alveg verið til í að vera lengur en þar sem að ég gat fengið far heim þá tímdi ég ekki að sleppa því. Rosa skemmtilegt kvöld og gaman að kynnast stelpunum aðeins.
Laugardagurinn var svo bara rólegur, ætlaði bara að vera heima um kvöldið en ákvað svo að kíkja til Helgu í nýju íbúðina sem er ógó sæt. Við tókum myndina The wedding date, alveg ekta svona stelpumynd sem reyndist bara vera mjög skemmtileg.
Svo man ég nú ekki hvort að ég var búin að upplýsa þá sem lesa bloggið að Hrönn vinkona er ólétt og á að eiga í lok desember, hlakka svo mikið til að knúsa barnið. Verð sko alveg ekta svona frænka sem gefur hávær leikföng og spillir barninu út í eitt.
En svo að maður haldi í hefðina þá eru bara 40 dagar þangað til að ég get knúsað Árnann minn, jíbbí :).

þriðjudagur, september 13, 2005

Horfði loksins á spóluna með gæsuninni minni. Helga kom með spóluna til mín daginn áður en við fluttum til Danmerkur og þar sem við erum ekki með video úti þá var ég ekkert að taka spóluna með. Setti hana bara uppí skáp hjá mömmu og pabba og gleymdi eiginlega svo að hún væri þarna.
En semsagt, það var svo frábært að horfa á þetta allt aftur. Ég lá í kasti allan tímann. Svo voru systurnar + vinkonurnar líka búnar að tala inn á spóluna (ég vissi ekkert af því) og það var svo sætt allt sem þær sögðu. Takk æðislega fyrir elskurnar mínar, þið eruð langbestar.

mánudagur, september 12, 2005

Búið að vera þvílíkt gaman seinustu daga. Á miðvikudaginn fór ég út að borða á Vegamótum og nammi namm ógó góður matur þar. Rosa gaman að hitta vinkonurnar og mikið spjallað. Á fimmtudaginn komu svo systkinin og fjölskyldur þeirra í heimsókn vegna þess að mamma átti afmæli og þá voru nú þvílíkar kræsingar í boði. Á föstudaginn fór ég svo aftur út að borða á Tapas barinn og rosa góður matur þar líka. Mikið hlegið hjá okkur stelpunum enda alltaf svo frábært að hitta þær, við enduðum kvöldið á að kíkja á Cafe Paris og litum aðeins inn á Hressó en svo fór ég bara heim.
Á laugardaginn var ég svo að þjóna til borðs í brúðkapinu hjá Rakel og Vigga. Oh hvað þau voru sæt saman og kjóllinn alveg geðveikur. Svo fannst öllum alveg frábært að þau dönsuðu brúðarvalsinn við fugladansinn, það lágu allir í kasti. En ég fékk nú smá fiðring í magann við að hugsa til brúðkaupsins míns og langaði alveg þvílíkt að fá að knúsa manninn minn. En ég fæ að hitta hann eftir 47 daga :).

fimmtudagur, september 08, 2005

Mamma á afmæli í dag, til hamingju með afmælið elsku mamma mín! Var einmitt að hjálpa henni að baka í gær, nammi namm, hlakka til að fá kökur þegar að ég kem heim úr vinnunni.

þriðjudagur, september 06, 2005

Tengdapabbi á afmæli í dag, til hamingju með afmælið Einar! Sætasti kisinn í heimi á líka afmæli í dag og er 3 ára. Maður fær sko pottþétt eitthvað gott að borða í kvöld, rækjur og rjóma :).
Annars er nú mest lítið að frétta, er bara á fullu í vinnunni og kvöldin eru búin að vera frekar róleg. Reyndar verður aðeins meira að gera næstu daga, er að fara út að borða annað kvöld á Vegamótum með öðrum vinkonuhópnum og svo á föstudagskvöldið fer ég út að borða á Tapas barnum með hinum vinkonuhópnum.
Á laugardaginn er Rakel, sem ég var að vinna með í Landsbankanum, að fara að gifta sig og ég ætla að þjóna til borðs þar. Gaman gaman, hlakka til að sjá hana í kjólnum. Verður örugglega svaka sæt.
Mamma á svo afmæli á fimmtudaginn og nánasta fjölskylda kemur örugglega til okkar um kvöldið, semsagt nóg að gera.