mánudagur, september 12, 2005

Búið að vera þvílíkt gaman seinustu daga. Á miðvikudaginn fór ég út að borða á Vegamótum og nammi namm ógó góður matur þar. Rosa gaman að hitta vinkonurnar og mikið spjallað. Á fimmtudaginn komu svo systkinin og fjölskyldur þeirra í heimsókn vegna þess að mamma átti afmæli og þá voru nú þvílíkar kræsingar í boði. Á föstudaginn fór ég svo aftur út að borða á Tapas barinn og rosa góður matur þar líka. Mikið hlegið hjá okkur stelpunum enda alltaf svo frábært að hitta þær, við enduðum kvöldið á að kíkja á Cafe Paris og litum aðeins inn á Hressó en svo fór ég bara heim.
Á laugardaginn var ég svo að þjóna til borðs í brúðkapinu hjá Rakel og Vigga. Oh hvað þau voru sæt saman og kjóllinn alveg geðveikur. Svo fannst öllum alveg frábært að þau dönsuðu brúðarvalsinn við fugladansinn, það lágu allir í kasti. En ég fékk nú smá fiðring í magann við að hugsa til brúðkaupsins míns og langaði alveg þvílíkt að fá að knúsa manninn minn. En ég fæ að hitta hann eftir 47 daga :).