miðvikudagur, september 28, 2005

Árni klukkaði mig þannig að ég verð víst að segja frá 5 tilgangslausum staðreyndum um mig:

1. Ég er ofur stundvís. Þetta getur verið mjög pirrandi á Íslandi þegar að maður mætir fyrstur í partý og þarf að bíða eftir því að gestgjafinn fari í sturtu og svona :). Einnig þegar að maður sjálfur heldur partý þá fer rosa mikið í taugarnar á mér að enginn mætir á réttum tíma.

2. Mér finnst gaman að pússla (bæði venjuleg pússl og líka á netinu). Get eytt óratíma í það.

3. Ég er algjör bókaormur og er einmitt að njóta þess núna að lesa skáldsögur í stað námsbóka. Mörgum finnst mjög skrýtið að ég get líka lesið sömu bækurnar aftur og aftur.

4. Mig langar mjög mikið að vinna í Kattholti. Örugglega margir sem skilja ekkert í mér að vilja það en kettir eru bara yndislegustu dýr í heimi.

5. Ég er gjörsamlega háð ýmsum þáttum; ER, One Tree Hill, Desperate Housewifes, Stargate og Lost. Mér fannst alveg hræðilegt þegar að Friends hættu á sínum tíma en maður lærir þá bara þættina utanað í staðinn :).

Ég á víst að klukka aðra fimm og ég er að spá í að klukka þá sem eru búnir að vera mjög latir að blogga undanfarið; semsagt Árni (hann er ekki búinn að skrifa þessi 5 atriði um sig þótt að hann klukkaði mig), Ásta, Grétar, Ívar og Laufey