Fór út að borða með nokkrum stelpum í vinnunni á föstudag. Fyrst var farið í fordrykk í boði fyrirtækisins og þaðan lá leiðin á Tapas barinn þar sem við fengum annan fordrykk og 7 rétta óvissuferð (maður veit þá ekkert hvað verður borið á borð). Við fengum m.a. beikonvafða hörpuskel með steiktum döðlum, parmaskinku og rækjur í chilli sósu, nammi namm. Eftir þetta löbbuðum við aðeins um bæinn og enduðum kvöldið á Ölstofunni en svo fór ég bara heim um eittleytið. Hefði alveg verið til í að vera lengur en þar sem að ég gat fengið far heim þá tímdi ég ekki að sleppa því. Rosa skemmtilegt kvöld og gaman að kynnast stelpunum aðeins.
Laugardagurinn var svo bara rólegur, ætlaði bara að vera heima um kvöldið en ákvað svo að kíkja til Helgu í nýju íbúðina sem er ógó sæt. Við tókum myndina The wedding date, alveg ekta svona stelpumynd sem reyndist bara vera mjög skemmtileg.
Svo man ég nú ekki hvort að ég var búin að upplýsa þá sem lesa bloggið að Hrönn vinkona er ólétt og á að eiga í lok desember, hlakka svo mikið til að knúsa barnið. Verð sko alveg ekta svona frænka sem gefur hávær leikföng og spillir barninu út í eitt.
En svo að maður haldi í hefðina þá eru bara 40 dagar þangað til að ég get knúsað Árnann minn, jíbbí :).
mánudagur, september 19, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 9/19/2005 09:07:00 f.h.
|