þriðjudagur, september 13, 2005

Horfði loksins á spóluna með gæsuninni minni. Helga kom með spóluna til mín daginn áður en við fluttum til Danmerkur og þar sem við erum ekki með video úti þá var ég ekkert að taka spóluna með. Setti hana bara uppí skáp hjá mömmu og pabba og gleymdi eiginlega svo að hún væri þarna.
En semsagt, það var svo frábært að horfa á þetta allt aftur. Ég lá í kasti allan tímann. Svo voru systurnar + vinkonurnar líka búnar að tala inn á spóluna (ég vissi ekkert af því) og það var svo sætt allt sem þær sögðu. Takk æðislega fyrir elskurnar mínar, þið eruð langbestar.