laugardagur, nóvember 27, 2004

Við vorum að skríða fram úr rúminu og klukkan er að verða þrjú. Jesús minn, hvað það er hægt að sofa mikið stundum. En það var ekkert smá gaman í gær. Við hittum Karen og Grétar niðri í bæ og horfðum á jólasveininn aka framhjá og kasta í okkur nammi :). Svo var kveikt á öllum jólaljósunum á Strikinu í einu og það var ekkert smá flott. Enda eru þetta víst eitthvað um 500.000 perur.
Svo var farið að fá sér að borða og við enduðum á McDonalds, rosalega fínt :). Reyndar löbbuðum við um allan bæ fyrst til að reyna að finna annan stað en það var troðfullt á öllum stöðum bara.
Kvöldið endaði svo á að fara í bíó á Bridget Jones og oh my god hvað hún er góð. Ég lá í kasti yfir þó nokkuð mörgum atriðum.
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og ég er komin í voðalega lítið jólaskap miðað við venjulega. Ég er nú reyndar búin að kaupa flestar jólagjafirnar og maður komst pínkulítið meira jólaskap þegar að kveikt var á jólaljósunum í gær en mér finnst samt vanta eithvað. Veit samt í raun ekki hvað það er. Held að það sé að við tókum ekkert jólaskraut með okkur og allavega hjá mér eru svo margar minningar bundnar við jólaskrautið þannig að mér finnst svo æðislegt að setja það upp. Ég er nú reyndar búin að kaupa dálítið af jólaskrauti hérna úti en eins og ég segi, mér finnst vanta eitthvað.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ásta er komin til Árósa og það var ekkert smá frábært að sjá hana :). Við tvær fórum niður í bæ í dag og versluðum jólagjafir. Ég gat keypt jólagjafir fyrir mömmu og pabba og svo er ég líka búin að kaupa nokkrar jólagjafir fyrir Árna. Þannig að núna eigum við bara eftir að kaupa 5 jólagjafir.
Ásta heimtaði endilega að kaupa handa mér afmælisgjöf þannig að ég fékk spilið Catan (sem er geðveikt skemmtilegt) og bók eftir Noru Roberts. Vei vei.
Við buðum Ástu svo í mat, í piparsteik og tilheyrandi og sátum svo og spiluðum Catan. Ekkert smá gaman.
En annars er bara alltaf að styttast í skil á tveimur verkefnum og svo fer ég í heimapróf frá 8. - 17. des. Þannig að næstu vikur verða frekar busy sem er líklegast bara ágætt af því að þá líður tíminn svo hratt og þá verðum við bara komin heim áður en við vitum af.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Telia Stofa, sem er sjónvarpsfyrirtæki hérna, ákvað að slökkva á kapalnum okkar á miðvikudag þannig að við getum núna bara horft á 4 stöðvar (vorum semsagt með 40 stöðvar). Við hringdum alveg um leið og vildum fá áframhaldandi áskrift (við höfðum nefnilega aldrei borgað neitt, vorum á áskrift þeirra sem bjuggu hérna á undan okkur þannig að lokunin kom svo sem ekkert á óvart). Við héldum að þetta tæki einn dag en nei nei, þá fáum við ekki allar stöðvarnar aftur fyrr en á mánudag :(. Þar sem að þessar 4 stöðvar eru ríkissjónvarpið og aðrar leiðinlegar stöðvar þá erum við búin að vera rosalega dugleg að leigja myndir síðan á miðvikudag. Við erum búin að taka Troy sem er alveg frábær mynd finnst mér, svo tókum við Down with Love en ég sofnaði yfir henni og náði ekki að horfa á hana áður en við áttum að skila en byrjunin lofaði allavega góðu. Svo í kvöld tókum við Mystic River, hlakka rosalega til að horfa á hana.
Svo kemur Ásta á sunnudag. Jej, hlakka geðveikt til að sjá hana. Hún ætlar að vera í Århus í viku (gistir hjá systur sinni) en það verður allavega nógur tími til að hitta hana og gera eitthvað skemmtilegt. Ætla sko að draga hana með mér í Ikea og skoða jólaskraut, vei vei.
Góða helgi allir saman. (P.S. Minna en mánuður þangað til að við komum heim).

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Alveg frábær helgi búin. Helga kom til okkar um tvöleytið á föstudeginum og Árni sótti hana niður á lestarstöð af því að ég var ennþá í skólanum. Það var ekkert smá skrýtið að sjá hana sitja í sófanum hérna þegar að ég labbaði inn. Svo gott að sjá hana :). Föstudagskvöldið var frekar rólegt, sátum bara heima og töluðum saman og fengum okkur smá í glas, rosalega næs. Ég þurfti svo að fara aftur í skólann á laugardeginum þannig að Árni og Helga fóru smá niður í bæ. Við komum svo heim á ca. sama tíma og þá voru þau búin að kaupa til að gera heitt súkkulaði, brauð og marmelaði. Ekkert smá gott, nammi namm.
Planið var svo að fara til Karenar og Grétars í fordrykk og fara svo á eitthvað skrall. Við fórum til þeirra en við stelpurnar þurftum svo mikið að tala saman að það var bara ákveðið að panta pizzu og við enduðum á að vera hjá þeim til þrjú. Ekkert smá gaman að sitja bara og spjalla um allt og hlusta á góða tónlist.
Þetta var nokkurs konar afmælisfagnaður fyrir mig þannig að ég fékk afmælisgjafir frá öllum stelpunum. Ég fékk semsagt rosalega flottan hring og svo saltkvörn í stíl við piparkvörnina okkar. Takk kærlega fyrir mig krúttur.
Núna erum við bara að fá okkur að borða af því að Helga þarf að ná lestinni klukkan 2. Þetta var bara alltof stutt en samt alveg frábært að hún gat komið svona til okkar.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Jæja þá er maður orðinn 25 ára gamall, oh my god :). Dagurinn byrjaði bara vel, fékk þrjá pakka frá Árna mínum, fékk bók, dvd mynd (Bridget Jones´ Diary) og jólastyttu (ekkert smá sæta).
Svo fékk ég pakka bæði frá mömmu og pabba og tengdó. Frá mömmu og pabba fékk ég Dalalíf (bækurnar, ekki myndina), allar 5 bækurnar í rosalega flottum kassa. Auðvitað strax byrjuð að lesa þær (er ekki búin að lesa þær nema svona 3svar). Þetta er semsagt alveg uppáhaldsbókin mín, aðeins um 2.000 bls og alveg ekta ástarsaga.
Frá tengdó fékk ég tvær rosalega fallegar peysur og svo fengum við hjónakornin nammi líka, grænan risaópal, kúlusúkk, flóridabita og hraunbita. Nammi namm.
Svo á Sólveig systir líka afmæli í dag. Pælið í hvað hún var heppin að fá mig í afmælisgjöf fyrir 25 árum síðan :). En til hamingju með afmælið elsku Sollý mín. Við erum búnar að halda upp á afmælin okkar saman undanfarin ár af því að þá þarf fjölskyldan bara að koma á einn stað og ég verð að viðurkenna að ég sakna þess að vera ekki búin að baka rosalega mikið og geta séð alla fölskylduna á einu bretti, sérstaklega á svona degi.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Annar kennsludagur í Vinnusálfræði er búinn og núna var okkur skipt í hópa. Ég lenti í hóp með þremur Dönum sem virtust ekkert vera alltof ánægðir að vera í hóp með Íslending. En það verður bara að hafa það, þau sitja víst uppi með mig. Við fengum líka verkefnið okkar, eigum semsagt að fara í leikskóla og athuga af hverju starfsmennirnir taka ekki ábyrgð á verkefnum sínum. Eigum að fara að hitta forstöðumanninn núna á fimmtudag. Hljómar alveg ágætlega og skemmtilegt að fá að fara út í atvinnulífið.
Það var nú mest lítið gert um helgina, misstum alveg af J-deginum (sem er þegar að jólabjórinn kemur). Þá koma Tuborg trukkar niður í bæ og gefa öllum bjór sem eru þar (akkúrat kl. 20:59). Heyrði einmitt eina sögu af Íslendingum sem voru ekkert að flýta sér í bæinn og mættu ekki fyrr en korter í tíu en þá voru bara allir Tuborg trukkarnir farnir og ekki meiri ókeypis bjór. Alveg týpískt fyrir Íslendinga. Reyndar vissum við alveg af þessum degi en það er svo brjálað að gera hjá Árna að hann hafði ekki tíma til að fara niður í bæ.
Enda þurfum við ekkert meiri bjór af því að við eigum ennþá þrjá kassa af bjór sem að Árni keypti í fótboltaferðinni (greinilega ekki miklir bjórþjambarar sem búa hér). Það verður allavega nógur bjór fyrir Helgu og Ástu þegar að þær koma hingað :). Þetta er reyndar ekki Corona, sorry Helga :)

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Eins og ég bjóst við, ég fann ekki neitt á mig :(. Ég veit samt alveg hvað vantaði, Hrönn var ekki með okkur en það er alveg langbest að fara að versla með henni. Hún finnur nefnilega alltaf eitthvað á mann. Hrönn þarf semsagt bara að koma hingað út :) og þá finn ég pottþétt eitthvað. En þar sem að hún kemur ekki fyrir afmælið mitt þá fæ ég líklegast engin föt í afmælisgjöf frá Árna.

Laufey systir hans Árna á afmæli í dag og er þar af leiðandi í besta stjörnumerkinu :). Til hamingju með afmælið Laufey mín.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Ég hlakka svo til á morgun. Þá ætlum ég og Árni niður í bæ og ég fæ að kaupa mér föt í afmælisgjöf, vei vei vei. Vona bara að ég finni eitthvað á mig. Það er nefnilega oftast þannig að þegar að maður ætlar að kaupa sér eitthvað þá finnur maður nákvæmlega ekki neitt.
Við ætlum líka að reyna að finna einhverjar jólagjafir, erum bara búin að kaupa 5, höfum aldrei verið svona sein :).
Í próffræði átti maður að velja sér hópa eftir því efni sem maður hafði mestan áhuga á. Ég valdi mér taugasálfræði og þetta eru bara nokkuð skemmtilegir tímar. Við fengum verkefnið okkar í hendurnar í dag og það er þannig að við fengum niðurstöður úr ýmsum prófum sem einn einstaklingur hafði gert og frá niðurstöðunum af prófunum eigum við að geta sagt um hvort að það sé í raun eitthvað að einstaklingnum, hvaða hluti heilans gæti verið skaddaður o.s.frv. Frekar skemmtilegt að fá svona, erum með alveg raunverulegar niðurstöður þannig að það verður spennandi að vita hvað kemur út úr þessu. Vona bara að við getum greint einstaklinginn rétt ;).