Ásta er komin til Árósa og það var ekkert smá frábært að sjá hana :). Við tvær fórum niður í bæ í dag og versluðum jólagjafir. Ég gat keypt jólagjafir fyrir mömmu og pabba og svo er ég líka búin að kaupa nokkrar jólagjafir fyrir Árna. Þannig að núna eigum við bara eftir að kaupa 5 jólagjafir.
Ásta heimtaði endilega að kaupa handa mér afmælisgjöf þannig að ég fékk spilið Catan (sem er geðveikt skemmtilegt) og bók eftir Noru Roberts. Vei vei.
Við buðum Ástu svo í mat, í piparsteik og tilheyrandi og sátum svo og spiluðum Catan. Ekkert smá gaman.
En annars er bara alltaf að styttast í skil á tveimur verkefnum og svo fer ég í heimapróf frá 8. - 17. des. Þannig að næstu vikur verða frekar busy sem er líklegast bara ágætt af því að þá líður tíminn svo hratt og þá verðum við bara komin heim áður en við vitum af.
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 11/24/2004 09:41:00 e.h.
|