Annar kennsludagur í Vinnusálfræði er búinn og núna var okkur skipt í hópa. Ég lenti í hóp með þremur Dönum sem virtust ekkert vera alltof ánægðir að vera í hóp með Íslending. En það verður bara að hafa það, þau sitja víst uppi með mig. Við fengum líka verkefnið okkar, eigum semsagt að fara í leikskóla og athuga af hverju starfsmennirnir taka ekki ábyrgð á verkefnum sínum. Eigum að fara að hitta forstöðumanninn núna á fimmtudag. Hljómar alveg ágætlega og skemmtilegt að fá að fara út í atvinnulífið.
Það var nú mest lítið gert um helgina, misstum alveg af J-deginum (sem er þegar að jólabjórinn kemur). Þá koma Tuborg trukkar niður í bæ og gefa öllum bjór sem eru þar (akkúrat kl. 20:59). Heyrði einmitt eina sögu af Íslendingum sem voru ekkert að flýta sér í bæinn og mættu ekki fyrr en korter í tíu en þá voru bara allir Tuborg trukkarnir farnir og ekki meiri ókeypis bjór. Alveg týpískt fyrir Íslendinga. Reyndar vissum við alveg af þessum degi en það er svo brjálað að gera hjá Árna að hann hafði ekki tíma til að fara niður í bæ.
Enda þurfum við ekkert meiri bjór af því að við eigum ennþá þrjá kassa af bjór sem að Árni keypti í fótboltaferðinni (greinilega ekki miklir bjórþjambarar sem búa hér). Það verður allavega nógur bjór fyrir Helgu og Ástu þegar að þær koma hingað :). Þetta er reyndar ekki Corona, sorry Helga :)
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 11/07/2004 01:44:00 e.h.
|