Við vorum að skríða fram úr rúminu og klukkan er að verða þrjú. Jesús minn, hvað það er hægt að sofa mikið stundum. En það var ekkert smá gaman í gær. Við hittum Karen og Grétar niðri í bæ og horfðum á jólasveininn aka framhjá og kasta í okkur nammi :). Svo var kveikt á öllum jólaljósunum á Strikinu í einu og það var ekkert smá flott. Enda eru þetta víst eitthvað um 500.000 perur.
Svo var farið að fá sér að borða og við enduðum á McDonalds, rosalega fínt :). Reyndar löbbuðum við um allan bæ fyrst til að reyna að finna annan stað en það var troðfullt á öllum stöðum bara.
Kvöldið endaði svo á að fara í bíó á Bridget Jones og oh my god hvað hún er góð. Ég lá í kasti yfir þó nokkuð mörgum atriðum.
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og ég er komin í voðalega lítið jólaskap miðað við venjulega. Ég er nú reyndar búin að kaupa flestar jólagjafirnar og maður komst pínkulítið meira jólaskap þegar að kveikt var á jólaljósunum í gær en mér finnst samt vanta eithvað. Veit samt í raun ekki hvað það er. Held að það sé að við tókum ekkert jólaskraut með okkur og allavega hjá mér eru svo margar minningar bundnar við jólaskrautið þannig að mér finnst svo æðislegt að setja það upp. Ég er nú reyndar búin að kaupa dálítið af jólaskrauti hérna úti en eins og ég segi, mér finnst vanta eitthvað.
laugardagur, nóvember 27, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 11/27/2004 01:51:00 e.h.
|