sunnudagur, nóvember 14, 2004

Alveg frábær helgi búin. Helga kom til okkar um tvöleytið á föstudeginum og Árni sótti hana niður á lestarstöð af því að ég var ennþá í skólanum. Það var ekkert smá skrýtið að sjá hana sitja í sófanum hérna þegar að ég labbaði inn. Svo gott að sjá hana :). Föstudagskvöldið var frekar rólegt, sátum bara heima og töluðum saman og fengum okkur smá í glas, rosalega næs. Ég þurfti svo að fara aftur í skólann á laugardeginum þannig að Árni og Helga fóru smá niður í bæ. Við komum svo heim á ca. sama tíma og þá voru þau búin að kaupa til að gera heitt súkkulaði, brauð og marmelaði. Ekkert smá gott, nammi namm.
Planið var svo að fara til Karenar og Grétars í fordrykk og fara svo á eitthvað skrall. Við fórum til þeirra en við stelpurnar þurftum svo mikið að tala saman að það var bara ákveðið að panta pizzu og við enduðum á að vera hjá þeim til þrjú. Ekkert smá gaman að sitja bara og spjalla um allt og hlusta á góða tónlist.
Þetta var nokkurs konar afmælisfagnaður fyrir mig þannig að ég fékk afmælisgjafir frá öllum stelpunum. Ég fékk semsagt rosalega flottan hring og svo saltkvörn í stíl við piparkvörnina okkar. Takk kærlega fyrir mig krúttur.
Núna erum við bara að fá okkur að borða af því að Helga þarf að ná lestinni klukkan 2. Þetta var bara alltof stutt en samt alveg frábært að hún gat komið svona til okkar.