Jæja þá er maður orðinn 25 ára gamall, oh my god :). Dagurinn byrjaði bara vel, fékk þrjá pakka frá Árna mínum, fékk bók, dvd mynd (Bridget Jones´ Diary) og jólastyttu (ekkert smá sæta).
Svo fékk ég pakka bæði frá mömmu og pabba og tengdó. Frá mömmu og pabba fékk ég Dalalíf (bækurnar, ekki myndina), allar 5 bækurnar í rosalega flottum kassa. Auðvitað strax byrjuð að lesa þær (er ekki búin að lesa þær nema svona 3svar). Þetta er semsagt alveg uppáhaldsbókin mín, aðeins um 2.000 bls og alveg ekta ástarsaga.
Frá tengdó fékk ég tvær rosalega fallegar peysur og svo fengum við hjónakornin nammi líka, grænan risaópal, kúlusúkk, flóridabita og hraunbita. Nammi namm.
Svo á Sólveig systir líka afmæli í dag. Pælið í hvað hún var heppin að fá mig í afmælisgjöf fyrir 25 árum síðan :). En til hamingju með afmælið elsku Sollý mín. Við erum búnar að halda upp á afmælin okkar saman undanfarin ár af því að þá þarf fjölskyldan bara að koma á einn stað og ég verð að viðurkenna að ég sakna þess að vera ekki búin að baka rosalega mikið og geta séð alla fölskylduna á einu bretti, sérstaklega á svona degi.
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 11/10/2004 10:56:00 f.h.
|