Telia Stofa, sem er sjónvarpsfyrirtæki hérna, ákvað að slökkva á kapalnum okkar á miðvikudag þannig að við getum núna bara horft á 4 stöðvar (vorum semsagt með 40 stöðvar). Við hringdum alveg um leið og vildum fá áframhaldandi áskrift (við höfðum nefnilega aldrei borgað neitt, vorum á áskrift þeirra sem bjuggu hérna á undan okkur þannig að lokunin kom svo sem ekkert á óvart). Við héldum að þetta tæki einn dag en nei nei, þá fáum við ekki allar stöðvarnar aftur fyrr en á mánudag :(. Þar sem að þessar 4 stöðvar eru ríkissjónvarpið og aðrar leiðinlegar stöðvar þá erum við búin að vera rosalega dugleg að leigja myndir síðan á miðvikudag. Við erum búin að taka Troy sem er alveg frábær mynd finnst mér, svo tókum við Down with Love en ég sofnaði yfir henni og náði ekki að horfa á hana áður en við áttum að skila en byrjunin lofaði allavega góðu. Svo í kvöld tókum við Mystic River, hlakka rosalega til að horfa á hana.
Svo kemur Ásta á sunnudag. Jej, hlakka geðveikt til að sjá hana. Hún ætlar að vera í Århus í viku (gistir hjá systur sinni) en það verður allavega nógur tími til að hitta hana og gera eitthvað skemmtilegt. Ætla sko að draga hana með mér í Ikea og skoða jólaskraut, vei vei.
Góða helgi allir saman. (P.S. Minna en mánuður þangað til að við komum heim).
föstudagur, nóvember 19, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 11/19/2004 07:33:00 e.h.
|