Ég hlakka svo til á morgun. Þá ætlum ég og Árni niður í bæ og ég fæ að kaupa mér föt í afmælisgjöf, vei vei vei. Vona bara að ég finni eitthvað á mig. Það er nefnilega oftast þannig að þegar að maður ætlar að kaupa sér eitthvað þá finnur maður nákvæmlega ekki neitt.
Við ætlum líka að reyna að finna einhverjar jólagjafir, erum bara búin að kaupa 5, höfum aldrei verið svona sein :).
Í próffræði átti maður að velja sér hópa eftir því efni sem maður hafði mestan áhuga á. Ég valdi mér taugasálfræði og þetta eru bara nokkuð skemmtilegir tímar. Við fengum verkefnið okkar í hendurnar í dag og það er þannig að við fengum niðurstöður úr ýmsum prófum sem einn einstaklingur hafði gert og frá niðurstöðunum af prófunum eigum við að geta sagt um hvort að það sé í raun eitthvað að einstaklingnum, hvaða hluti heilans gæti verið skaddaður o.s.frv. Frekar skemmtilegt að fá svona, erum með alveg raunverulegar niðurstöður þannig að það verður spennandi að vita hvað kemur út úr þessu. Vona bara að við getum greint einstaklinginn rétt ;).
mánudagur, nóvember 01, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 11/01/2004 08:41:00 e.h.
|