miðvikudagur, október 27, 2004

Lífið hérna í Danmörku er eitthvað voðalega rólegt í augnablikinu. Við gerum nákvæmlega ekkert annað en að fara í skólann, læra, fara í búð og sofa. Geðveikt skemmtilegt að blogga um það :).
Ætli maður sé bara ekki að spara sig þangað til að vinkonurnar koma. Get varla beðið eftir að sjá þær. Fara niður í bæ og á kaffihús og svona, ógó gaman.
Annars var mjög fínt í tíma í gær, kennarinn talaði nefnilega ensku jej. Það var mög gott að vera í tíma þar sem að maður skildi allt og þurfti ekki að rembast við að skilja helminginn af því sem kennarinn sagði. Svo kennir þessi kennari okkur aftur í lok nóvember, gaman gaman.