Ingibjörg vinkona er að útskrifast sem lyfjafræðingur í dag. Innilega til hamingju með daginn elsku Ingibjörg. Vildi að við gætum verið heima á Íslandi og fagnað þessu með þér en það verður víst bara að bíða þangað til í desember :).
Annars er nú helst í fréttum að fyrsti tíminn í vinnusálfræði var í gær. Tíminn var semsagt frá 9-4 og gekk alveg ágætlega. Reyndar var ég nú orðið dálítið rugluð í hausnum upp á það síðasta. Ég og Hildur töluðum íslensku saman, Danirnir töluðu dönsku við okkur og við svöruðum þeim á svona mest á ensku en stundum samt á dönsku reyndar. Frekar ruglandi :). Annars lítur þessi kúrs bara vel út og Danirnir eru mjög tillitssamir við okkur.
Svo í kvöld er partý hjá íslensku sálfræðinemenunum. 2. árs nemar buðu 1. árs nemum í partý svo að þeir gætu miðlað af reynslu sinni ;).
laugardagur, október 23, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 10/23/2004 02:43:00 e.h.
|