sunnudagur, október 10, 2004

Það er ekkert smá gott að vera í haustfríi, reyndar er ég alveg búin að snúa sólarhringnum við en það er bara gott :).
Ég og Árni fórum á föstudaginn niður í bæ og fengum okkur rjómalagaða fiskisúpu með risarækjum, nammi namm, hún var ekkert smá góð. Svo komu Karen og Grétar í heimsókn þegar að við vorum komin heim og við spjölluðum saman.
Á gær var okkur svo boðið í mat til Karenar og Grétars og svo fórum við Karen í stelpupartý. Það var ekkert smá gaman, alltaf skemmtilegt að hitta hressar stelpur. Við fórum svo þrjár niður í bæ og skemmtum okkur bara ágætlega.
Ég vaknaði svo ekki fyrr en klukkan hálftvö í dag (ekki alveg nógu gott) og lærði smá en fór svo að elda. Eldaði semsagt piparsteik með bökuðum kartöflum, sveppasósu og salati, nammi namm, ógó gott.
Svo er bara mánuður í dag þangað til að mín verður 25 ára, vei vei vei. En ætli ég verði ekki að halda áfram að læra núna svo að ég geti fylgt læruplaninu mínu.