miðvikudagur, október 06, 2004

Mín bara komin í haustfrí :). Frekar ljúft en það verður samt bara tekið á því og lært mikið. Ég hef aldrei (síðan að ég byrjaði í sálfræðinni) verið svona langt á eftir í að lesa. Og ég er bara í tveimur fögum, frekar fyndið.
Á laugardaginn er stelpupartý hjá Tótu, vinkonu Karenar. Ég hlakka bara mjög til að fara og kynnast fleiri Íslendingum, gaman gaman. Það þýðir að ég þarf að fara niður í bæ og kaupa Asti Martini, ekki alveg að fíla að engin búð nálægt okkur selur vínið mitt :).
Árni ætlar að hafa Star Wars kvöld þá, við vorum nefnilega að kaupa Star Wars Trilogy, ég hef nú séð allar þessar myndir (frekar langt síðan reyndar) og fannst þær mjög skemmtilegar en samt tókst mér að sofna yfir fyrstu myndinni. Þannig að Árni ætlar að nýta tækifærið og horfa á tvær seinustu myndirnar og þá get ég bara horft á þær þegar að ég hef tíma og svona.
P.S. Mæli með laginu hennar Anastaciu, Sick and Tired. Ekkert smá flott lag enda er ég búin að vera með það á replay í allt kvöld :).