sunnudagur, október 03, 2004

Jæja helgin búin. Þetta var samt alveg hin besta helgi. Á föstudaginn förum við hjónin að versla jólagjafir og gátum keypt alveg 5, ekkert smá dugleg. Við keyptum líka húfur á okkur svo að okkur verði ekki kalt á hjólunum okkar. Ekkert smá sæt með húfurnar :).
Á laugardaginn fór Árni til Grétars og Karen um hádegið og setti upp nýju tölvuna þeirra. Ég var eftir heima og lærði smá en fór svo til þeirra um fimmleytið af því að Karen og Grétar ætluðu að bjóða okkur í mat. Og hvílíkur matur, ekkert smá góður kjúklingur, nammi namm. Svo gáfu þau okkur líka brúðkaupsgjöf/innflutningsgjöf. Fengum karöflu frá Rosendahl, dropastoppara og tappa, ekkert smá flott. Takk kærlega fyrir okkur krúsirnar mínar :).
Svo á bara að læra í dag, þ.e.a.s. þegar að maður kemur sér að því að læra.