þriðjudagur, október 19, 2004

Það er bara allt að gerast þessa dagana. Hrönn og Axel voru að spá í að koma til okkar og nýta vildartilboðið sem þau fengu sent en svo hættu þau við því að Axel er svo upptekinn í vinnunni í nóvember (skamm Axel). Svo kom Ásta næst með fréttir að hún ætlaði að koma til okkar og hún kemur líklegast 22. nóv, geðveikt gaman og verður vonandi í viku. Þannig að Helga fer frá okkur 14. nóv og þá er bara vika í að Ásta kemur. Þvílíkt að gerast í heimsóknum.
Svo hef ég alltaf gleymt að segja að mamma og pabbi pöntuðu flug til okkar 14. febrúar og fengu það meira segja á 5 kr. Geðveikt gaman. Það verður svo mikið næs að fá þau hingað :).
Það gekk bara vel í "umræðutímanum" á mánudag. Þetta var semsagt ekki umræðutími heldur bara venjulegur fyrirlestur (bara í aðeins minni hópum), hefði átt að kvíða aðeins meira fyrir.