Haustfríið alveg að verða búið og ég er byrjuð að kvíða fyrir því að fara aftur í skólann :(. Umræðutímarnir mínir byrja nefnilega á mánudaginn og svo byrjar Vinnusálfræðikúrsinn minn á föstudag og sá kúrs er í rauninni bara umræðutími líka. En vonandi á þetta allt eftir að reddast.
Annars er ég búin að vera dugleg að læra í haustfríinu og það er rosalega næs að fá svona frí á miðri önn. Karen, Grétar og Anna Heiða komu svo í mat til okkar á fimmtudag og það var ekkert smá gaman að sjá Önnu Heiðu. Við skemmtum okkur rosalega vel og spjölluðum mikið saman. Takk fyrir komuna, you guys.
Annars er alltaf að styttast í afmælisdaginn minn, vei vei vei. Þegar að Árni verður búinn að skila ritgerðinni sinni þá ætlum við að fara niður í bæ og ég má velja mér afmælisgjöf frá honum. Hlakka geðveikt til.
Svo bara til að minna ykkur vinina á þá virkar netfangið mitt alveg fínt (flestir virðast nefnilega halda að það virki ekki af því að ég er búin að fá svona 10 tölvupósta frá vinum mínum síðan að ég flutti út).
laugardagur, október 16, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 10/16/2004 04:12:00 e.h.
|