Oh my god, vikan hálfnuð og það eru akkúrat tvær vikur þangað til að við ætlum að flytja og ég sem er ekker byrjuð að pakka niður. Ég kem mér hreinlega bara ekki í þetta, svo hef ég heldur enga kassa þannig að það er nú heldur tilgangslaust að byrja. Ég er líka að reyna að læra sem mest núna því að ég get ekkert lært í svona viku meðan á þessu öllu stendur þannig að ég hef nú alveg ágæta afsökun.
Svo er týpískt að það er alveg brjálað að gera í skólanum núna, ekkert búið að vera að gera í tvo mánuði en svo eigum við að gera tvær tilraunir og skila skýrslu á sama tíma liggur við. Skil þessa kennara ekki alveg. Reyndar eru þetta voðalega skemmtilegar tilraunir, önnur er félagssálfræðitilraun og hin er minnistilraun en samt, vildi frekar dreifa þessu aðeins.
Svo snjóaði í dag, oh hvað ég var ánægð. Ég komst bara í geðveikt jólaskap, ég elska kulda og snjó. Reyndar var Snúður nú ekkert alveg að fíla þetta, hann nennti ekkert út í eitthvað sem er blautt og kalt.
En ætla að segja þetta gott núna, þarf að mæta upp í skóla kl. 9 til að skrifa skýrslu.
miðvikudagur, október 29, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 10/29/2003 11:12:00 e.h. |
mánudagur, október 27, 2003
Við erum komin með leigjanda, ekkert smá gaman. Henni líst semsagt best á okkar íbúð og afhendingardagur er 15. nóv. Oh my god, þannig að það verður brjálað að gera hjá mér að pakka og svona, bara tvær og hálf vika til að pakka, svo þarf að flytja og svo að þrífa.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/27/2003 05:29:00 e.h. |
sunnudagur, október 26, 2003
Jæja helgin búin og ég var bara frekar busy. Á laugardaginn var afmæli hjá Hjörvari Þór frænda mínum sem var 9 ára. Ég gleymdi að óska honum til hamingju með afmælið en hann á afmæli 21. október. Til hamingju með afmælið krútt. Semsagt ég var í þessu afmæli alveg til að verða sjö en þá fór ég að sækja Árna og við borðuðum.
Ég, mamma og Sollý systir fórum í dag á kynjakattasýninguna, oh hvað maður var sætur. Þið verðið að kíkja á þessa heimasíðu
ég féll alveg fyrir þessu kyni, þeta eru Abbyssiniukisur, ekkert smá krúttlegar. Maður átti að velja þann kött sem manni fannst sætastur og ég valdi eina pínkulitla kisu sem er af þessu kyni.
Seinna um daginn kom svo kona í annað skiptið að skoða íbúðina, við erum alveg að vona að hún taki hana bara. Hún ætlar að skoða eina íbúð á morgun og láta okkur svo vita hvora hún ætlar að taka. Þannig að allir að krossleggja fingur.
Svo var tengdamamma búin að bjóða okkur í kvöldmat í kvöld og við fórum þangað og fengum rosalega góðan mat. Þannig að þetta var bara fín helgi.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/26/2003 10:04:00 e.h. |
föstudagur, október 24, 2003
Ég var hjá augnlækni áðan og sjónin er búin að versna. Ekki alveg nógu gott, sko. Á hægra auga er hún búin að versna um 1.0 en á vinstra auga um 0.75. Þannig að ég þarf að fá ný gler sem er rosalega dýrt. Ekki nógu ánægð með það. Ekki von að ég var byrjuð að píra augun þegar að ég var að lesa og svona.
Svo eru ég og Árni búin að ákveða að flytja aftur heim til tengdó og leigja íbúðina út, aðeins svona að safna pening áður en við förum út til Danmerkur. Það verður samt rosalega skrýtið að flytja aftur heim þegar að maður er búinn að búa bara tvö ein í tæp tvö ár. En það hlýtur að reddast, ég kemst allavega aftur í bað.
Núna er það semsagt bara að leita sér að leigjendum, vona bara að við finnum einhverja góða, það kemur einn að skoða íbúðina í dag og vonandi annar á morgun, þannig að það er fínt. Við viljum nefnilega helst flytja sem fyrst.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/24/2003 01:22:00 e.h. |
fimmtudagur, október 23, 2003
Saumóinn hjá Söru var ekkert smá fínn, rosalega gott allt sem hún bauð upp á og loksins fékk ég að sjá litla prinsinn, hann er rosalega líkur pabba sínum en samt víst ekki eins mikið og fyrst. Ekkert smá mikið krútt. Líka gaman að sjá loksins íbúðina þeirra, var nefnilega ekki búin að sjá hana áður.
Svo komu mamma og systurnar í saumó í gær og það var bara rosalega fínt, reyndar misheppnaðist eitthvað paprikurétturinn minn (keypti vitlausan ost) þannig að ég bjó bara til annan rétt sem heppnaðist alveg.
Núna er ég að passa Adam krúsídúllu. Er heima hjá Siggu og Drífu vegna þess að hann var sofandi þegar ég byrjaði að passa. En hann er vaknaður núna og vill að frænka sín fari að veita honum einhverja athygli.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/23/2003 01:21:00 e.h. |
mánudagur, október 20, 2003
Ég er að fara í saumó hjá Söru í kvöld, ég hlakka ekkert smá til því að ég er aldrei búin að sjá Aron. Hef samt heyrt að hann er alveg eins og pabbi sinn ;). Svo verður líka rosalega gaman að hitta vinkonurnar og spjalla saman og borða eitthvað nammigott.
Á miðvikudag held ég svo saumó fyrir mömmu og systurnar þannig að þetta verður bara kaloríuvika hjá mér. Ég ætla að hafa súkkulaðiköku, heitan paprikurétt og svo nachosrétt, umm nammi namm.
Ég náði í 14" tommu sjónvarpið til Bjarklindar í dag. Oh my god hvað það er lítið, allavega miðað við sjónvarpið okkar. En samt skárra en ekki neitt, núna missi ég ekki af Judging Amy og ER og fleiri þáttum :).
Loksins bætti ég inn link á Ívar, manninn hennar Ástu, hef alltaf gleymt því.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/20/2003 07:10:00 e.h. |
sunnudagur, október 19, 2003
Helgin að verða búin. Þetta er bara búin að vera ágætishelgi, ég var mjög dugleg að læra og saumaði líka rsoalega mikið í jóladúkinn minn. Reyndar bilaði sjónvarpið okkar og ég er ekkert voðalega sátt við það. Alltaf þegar við kveikjum á því heyrast bara einhver hljóð. Þannig að við þurfum að fara með það í viðgerð en það eru svo margir þættir sem ég missi þá af!! Gengur eiginlega ekki sko. Við eigum reyndar 14" sjónvarp en það er hjá systur minni, þarf semsagt að fá það aftur.
Í gær fór ég í heimsókn til Siggu og Drífu til að sjá fyrstu tönnina hans Adams, reyndar sést hún ekki en maður finnur alveg fyrir manni. Vá hvað maður er orðin stór, bara komin með fyrstu tönnina og svo verður maður eins árs eftir tvo mánuði. Þetta er svo fljótt að líða.
Ég fór líka í Hagkaup í gær og það er komið jóladót, oh ég var alveg sjúk, reyndar keypti ég ekkert en mig langaði samt rosalega til þess. Ætla samt að bíða og athuga hvort að það komi kannski eitthvað flottara.
En vikan bara framundan og bara þrír skóladagar og svo er aftur komin helgi, jibbí.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/19/2003 05:49:00 e.h. |
föstudagur, október 17, 2003
Ég er alltaf búin að gleyma að setja heimasíðu Arons (sem Sara og Valgeir eiga) inn í linkana mína en nú er það komið.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/17/2003 04:53:00 e.h. |
Jæja, búin að stjórna umræðutíma í Félagslegri sálfræði, oh hvað mér líður vel að vera búin með þetta. Umræðutíminn gekk bara alveg ágætlega, held ég. Kennarinn setti allavega ekki út á neitt og allt gekk bara vel.
Svo hitti ég Ingu og Rannveigu á kaffihúsi á miðvikudagskvöldið, fínt að komast aðeins út og tala við þær. Þurfum samt að gera þetta mikið oftar.
Helgin komin, alveg frábært. Ég ætla að reyna að vera dugleg að læra og svona. Gengur ekki annað. En svo er ekkert smá skemmtilegt að í næstu viku er ég bara í skólanum í þrjá daga, það er frí fimmtudag og föstudag, rosalega næs.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/17/2003 01:09:00 e.h. |
miðvikudagur, október 15, 2003
Það virðist vera rosalega vinsælt að skrifa 100 atriða lista um sjálfan sig á blogginu. Mér finnst þetta svo sniðugt að ég ætla að gera þetta um mig. Ætli ég geti fundið 100 atriði um sjálfa mig?
1. Ég er fædd í Reykjavík árið 1979.
2. Ég bý með Árna, unnustanum mínum.
3. Við ætlum að gifta okkur næsta sumar.
4. Árni er í tölvunarfræði.
5. Við útskrifumst bæði næsta ár.
6. Við eigum einn kött sem heitir Snúður.
7. Hann sefur stundum hjá okkur.
8. Ég hef átt tvo ketti á undan Snúði, Kela og Pjakk.
9. Mér leið rosalega illa þegar að þeir dóu.
10. Ég elska hunda og ketti.
11. Mig langar í annan kött og labradorhund.
12. Ég á æðislega foreldra.
13. Mig langar að búa í Hafnarfirði.
14. Við ætlum að flytja til Danmerkur eftir 10 mánuði í mastersnám.
15. Mér finnst rosalega gott að búa á Íslandi.
16. Ég er hrifin af köldu veðri.
17. Ég á fimm systkini.
18. Ég er hrædd við geitunga og býflugur.
19. Ég er rosalega mikið jólabarn.
20. Ég sauma mikið, sérstaklega jóladót.
21. Ég er bæði skírð og fermd.
22. Ég trúi á Guð.
23. Ég spilaði á þverflautu í 9 ár.
24. Mamma og pabbi voru rosalega fúl þegar að ég hætti að spila á þverflautu.
25. Ég æfði margar íþróttir þegar ég var yngri.
26. Ég var í MR.
27. Mér fannst rosalega skemmtilegt í MR.
28. Ég á bara 7 mánuði eftir í sálfræðináminu.
29. Ég á afmæli eftir 25 daga.
30. Ég verð 24 ára þá.
31. Elsta systir mín á afmæli sama dag og ég.
32. Hún er 16 árum eldri en ég.
33. Elsta systkinið mitt (bróðir minn) er 19 árum eldra en ég.
34. Ég á fáa en mjög góða vini.
35. Ég er rosalega feimin.
36. Ég þoli ekki hrossaflugur.
37. Mér finnst leiðinlegt að í íbúðinni okkar sé ekki bað, bara sturta.
38. Ég les mjög mikið.
39. Mér finnst gott að lesa í baði.
40. Mér finnst gaman að lesa ástar- og spennusögur.
41. Ég er langyngst af systkinum mínum.
42. Ég á 9 systkinabörn.
43. Við eigum Volkswagen Golf, árgerð 94
44. Mig langar í nýjan bíl.
45. Það gerist samt ekki á næstunni.
46. Ég er rosalega skipulögð, smámunasöm og samviskusöm.
47. Ég held með Val.
48. Mér finnst rosalega gaman að horfa á fimleika.
49. Þeir eru samt eiginlega aldrei sýndir í sjónvarpinu, ömurlegt.
50. Ég er hooked af rosalega mörgum sjónvarpsþáttum.
51. Mér finnst mýs rosalega sætar.
52. Við eigum ömurlega nágranna.
53. Ég vona að ég fái góða vinnu eftir áramót.
54. Ég er samt viss um að ég endi hjá Landsbankanum með ömurleg laun.
55. Mér finnst nammi rosalega gott.
56. Ég er samt að reyna að hætta að borða nammi.
57. Ég drekk sjaldan gos.
58. Sumir segja að ég sé með skrýtinn matarsmekk.
59. Mér finnst svið, slátur, kjötsúpa og allt þannig rosalega gott.
60. Mér finnst grillmatur vondur.
61. Mér finnst meðlætið yfirleitt alltaf betra en aðalmaturinn.
62. Mér finnst mjólk ekki góð eintóm.
63. Ég átti heima í Reykjavík þangað til ég varð 9 ára.
64. Þá flutti ég í Hafnarfjörð.
65. Ég er mjög lofthrædd.
66. Ég æfði fimleika en hætti vegna atriðis 59.
67. Ég var í dansi.
68. Mér finnst gaman að læra tungumál.
69. Mér finnst ekki gaman að læra sögu og efnafræði.
70. Ég þoli mjög takmarkað illa uppalin börn.
71. Mér finnst marengskökur rosalega góðar.
72. Ég er ekki hrifin af kexi.
73. Ég verð að setja sykur út á Cheerios og Kornflakes.
74. Ég fer út að labba svona fjórum sinnum í viku.
75. Það er rosalega frískandi.
76. Ég drekk ekki kaffi.
77. Ég ligg aldrei í sólbaði.
78. Ég verð ekki brún.
79. Ég er með mikið af freknum í andlitinu.
80. Ég nota gleraugu því ég er nærsýn.
81. Ég á erfitt með að leggja þversum í stæði.
82. Ég fer sjaldan í bíó.
83. Ég kaupi mér mjög sjaldan föt.
84. Ég nota skó nr. 35-36.
85. Ég á erfitt með að finna á mig skó.
86. Ég er með liðað hár.
87. Ég er með ljósar strípur.
88. Raunverulegi háraliturinn minn er dökk kopargylltur.
89. Ég stressa mig stundum of mikið yfir mjög litlum atriðum.
90. Ég er ekki með gott ímyndarafl.
91. Ég er ekki góð að teikna.
92. Þegar að ég er að lesa er ekki hægt að ná sambandi við mig.
93. Ég er rosalega lítil í mér.
94. Ég þori ekki í rússíbana, fallhlífastökk, teygjustökk o.fl.
95. Ég borða mikið popp
96. Þegar ég fer á kaffihús fæ ég mér oftast heitt súkkulaði.
97. Ég er sporðdreki.
98. Það besta sem ég veit er að vera með Árna.
99. Ég er myrkfælin.
100. Ég er hamingjusöm.
Vá, þetta var frekar erfitt fyrst en svo get ég fundið mikið fleiri atriði sem ég myndi vilja setja inn. Samt frekar tímafrekt.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/15/2003 07:41:00 e.h. |
sunnudagur, október 12, 2003
Jæja, skírnin búin og litli er búinn að fá nafnið Birkir Snær. Rosalega flott nafn. Til hamingju með nafnið og skírnina, krútt. Hann er orðinn svo stór að manni brá bara við að sjá hann. Það var bara mjög fínt að komast aðeins út og hitta vinkonurnar og spjalla aðeins saman, þurfum samt að gera mikið meira af því. Það er bara svo mikið að gera hjá öllum að það virðist aldrei vera neinn tími.
Svo er ég bara búin að vera að slappa af í dag og horfa á nokkra þætti í Stargate og nýjasta Friends, gaman. Árni fór auðvitað strax upp í skóla eftir skírnina til að læra fyrir prófið á morgun. Hann er kominn með svo mikið ógeð af því að læra, greyið en seinasta prófið er á morgun.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/12/2003 06:52:00 e.h. |
föstudagur, október 10, 2003
Vííí, próftaflan er komin og hún er rosalega góð. Ég byrja 8. des í Félagslegri sálfræði, fer svo 13. des í Klíníska barnasálfræði og svo enda ég 17. des í Hugfræði. Gaman gaman, þannig að ég er búin alveg viku fyrir jól.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/10/2003 03:37:00 e.h. |
Þá er komið helgarfrí, jibbí. Ég er nefnilega alltaf í svo löngu helgarfríi, búin í skólanum á föstudögum kl. 10 og þarf ekki að mæta aftur í skólann fyrr en kl. 1 á mánudögum. Voðalega næs.
Það er nú samt voðalega lítið planað um helgina, það er reyndar skírn hjá Ingu og Bigga á sunnudaginn, hlakka geðveikt til að vita hvað litli á að heita. Ég og Rannveig fórum einmitt að versla skírnargjöf fyrir hann í gær.
Fyrir utan þetta verður örugglega bara lært og slappað af. Svo er ég að bíða eftir að próftaflan hjá HÍ verði birt. Hún á að koma í dag, vona bara að hún verði fín hjá mér, nenni ekki að fara í próf 20. eða 22. desember.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/10/2003 01:02:00 e.h. |
miðvikudagur, október 08, 2003
Jæja mest lítið að gerast hjá mér núna. Árni er búinn með tvö miðannarpróf og á þar af leiðandi bara eitt eftir. Svo taka við alveg geðveikt mikið af verkefnum hjá honum þannig að ég á ekkert eftir að sjá hann.
Núna er líka að koma verkefnatímabil hjá mér, föstudaginn 17. október sé ég ein um umræðutíma í Félagslegri sálfræði og þarf líka að skila 700 orða úttekt í leiðinni. Svo á ég eftir að gera þrjár tilraunir og skrifa skýrslu um þær allar og fjalla líka um þær í tíma fyrir framan allan bekkinn. Reyndar eru þetta allt hóptilraunir þannig að það er skárra en að vera einn í þessu. En jæja, ætla að segja þetta gott, virðist ekkert vera neitt skemmtilegt blogg hjá mér hvort sem er ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 10/08/2003 01:05:00 e.h. |
sunnudagur, október 05, 2003
Ég og mamma fórum í Garðheima í dag vegna þess að það voru kattadagar. Oh þeir voru svo sætir, persneskir, síams, norskir skógarkettir, bengal, balinese og svo venjulegir húskettir frá Kattholti sem vantar heimili. Mig langaði að taka alla kettina með heim, ég var alveg sjúk.
En enn ein helgin búin sem er allt í lagi því að þá er styttra í jólafrí, jibbí. Ég er samt ekki alveg nógu ánægð með þessa menn í Háskólanum. Sko, seinasti kennsludagur er 28. nóvember en próftímabilið byrjar ekki fyrr en 10. desember og er til 20. desember. Rosalega hallærislegt, finnst mér. Ég væri mikið meira til í að byrja fyrr í prófum og vera þá búin fyrr. En það þýðir víst ekki að nöldra, seinasta próftörnin mín í HÍ bráðum búin, gaman gaman.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/05/2003 08:16:00 e.h. |
laugardagur, október 04, 2003
Jæja, búin að vera rosalega dugleg að læra í dag. Ég og Árni vorum semsagt að læra saman í dag, hann var heima að gera einhver dæmi í tölvugrafík en ég var að lesa í félagslegri sálfræði og hugfræði, geðveikt gaman. Svo tókum við það bara rólega í kvöld, vorum bara að glápa á video og svona. Árni er reyndar byrjaður í miðsvetrarprófum (búinn með eitt) og á tvö eftir þannig að hann þarf örugglega að læra rosalega mikið á morgun og hinn þannig að það var fínt að nýta daginn svona, aðeins að vera saman.
Við erum búin að ákveða að flytja til útlanda strax eftir að við útskrifumst og taka masterinn bara strax. Við erum nefnilega svo hrædd um að ef við förum að vinna þá förum við ekkert, best bara að fara strax þótt að það myndi vera gott að geta aðeins komið sér í betra stand svona peningalega en það hlýtur að reddast, hefur allavega gert það hingað til. Svo leigjum við íbúðina þannig að það hjálpar mikið til. Löndin sem koma til greina eru Danmörk og Írland, ekki alveg búin að ákveða en ætlum að fara að sækja um kollegi og svona. Allavega ef við förum til Kaupmannahafnar þá er geðveikt mikið húsnæðisleysi þar þannig að maður þarf að vera snemma í því. Reyndar erum við ekki viss hvort að við munum fara til Kaupmannahafnar eða Árósa (ef við förum til Danmerkur) þannig að við þurfum að sækja um á báðum stöðum. Kannski verðum við þá á sama stað Karen, gaman gaman!!
Það eina sem ég kvíði fyrir (fyrir utan að kveðja vini og fjölskyldu) er að skilja Snúðinn okkar eftir. Mamma og pabbi eru samt svo góð að ætla að taka hann, en samt tvö ár eru rosalega langur tími. Ég hlakka ekki til þess að kveðja hann.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/04/2003 11:18:00 e.h. |
miðvikudagur, október 01, 2003
Ég er komin með svo mikið ógeð af skólanum, ég nenni þessu hreinlega ekki lengur. Svona líður mér alltaf þegar að ég er alveg að vera búinn með einhvern áfanga, ég hætti auðvitað ekkert í skólanum en vá hvað mér finnst leiðinlegt.
Það var ekkert smá gaman að passa Adam á mánudaginn, hann var hjá mér í einn og hálfan tíma og var ekkert smá góður. Sat bara og talaði rosalega mikið. Algjör dúlla.
Svo er saumó í kvöld hjá mömmu, við systurnar og mamma hittumst alltaf reglulega, bara svona til að catch up. Umm nammi nammi, það verður brauðterta og marengsterta og brauð og pestó. Ég hlakka ekkert smá til.
En fyrir utan þetta er mest lítið að frétta. Skrifa meira seinna.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/01/2003 12:13:00 e.h. |