sunnudagur, október 26, 2003

Jæja helgin búin og ég var bara frekar busy. Á laugardaginn var afmæli hjá Hjörvari Þór frænda mínum sem var 9 ára. Ég gleymdi að óska honum til hamingju með afmælið en hann á afmæli 21. október. Til hamingju með afmælið krútt. Semsagt ég var í þessu afmæli alveg til að verða sjö en þá fór ég að sækja Árna og við borðuðum.
Ég, mamma og Sollý systir fórum í dag á kynjakattasýninguna, oh hvað maður var sætur. Þið verðið að kíkja á þessa heimasíðu
ég féll alveg fyrir þessu kyni, þeta eru Abbyssiniukisur, ekkert smá krúttlegar. Maður átti að velja þann kött sem manni fannst sætastur og ég valdi eina pínkulitla kisu sem er af þessu kyni.
Seinna um daginn kom svo kona í annað skiptið að skoða íbúðina, við erum alveg að vona að hún taki hana bara. Hún ætlar að skoða eina íbúð á morgun og láta okkur svo vita hvora hún ætlar að taka. Þannig að allir að krossleggja fingur.
Svo var tengdamamma búin að bjóða okkur í kvöldmat í kvöld og við fórum þangað og fengum rosalega góðan mat. Þannig að þetta var bara fín helgi.