Oh my god, vikan hálfnuð og það eru akkúrat tvær vikur þangað til að við ætlum að flytja og ég sem er ekker byrjuð að pakka niður. Ég kem mér hreinlega bara ekki í þetta, svo hef ég heldur enga kassa þannig að það er nú heldur tilgangslaust að byrja. Ég er líka að reyna að læra sem mest núna því að ég get ekkert lært í svona viku meðan á þessu öllu stendur þannig að ég hef nú alveg ágæta afsökun.
Svo er týpískt að það er alveg brjálað að gera í skólanum núna, ekkert búið að vera að gera í tvo mánuði en svo eigum við að gera tvær tilraunir og skila skýrslu á sama tíma liggur við. Skil þessa kennara ekki alveg. Reyndar eru þetta voðalega skemmtilegar tilraunir, önnur er félagssálfræðitilraun og hin er minnistilraun en samt, vildi frekar dreifa þessu aðeins.
Svo snjóaði í dag, oh hvað ég var ánægð. Ég komst bara í geðveikt jólaskap, ég elska kulda og snjó. Reyndar var Snúður nú ekkert alveg að fíla þetta, hann nennti ekkert út í eitthvað sem er blautt og kalt.
En ætla að segja þetta gott núna, þarf að mæta upp í skóla kl. 9 til að skrifa skýrslu.
miðvikudagur, október 29, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 10/29/2003 11:12:00 e.h.
|