Helgin að verða búin. Þetta er bara búin að vera ágætishelgi, ég var mjög dugleg að læra og saumaði líka rsoalega mikið í jóladúkinn minn. Reyndar bilaði sjónvarpið okkar og ég er ekkert voðalega sátt við það. Alltaf þegar við kveikjum á því heyrast bara einhver hljóð. Þannig að við þurfum að fara með það í viðgerð en það eru svo margir þættir sem ég missi þá af!! Gengur eiginlega ekki sko. Við eigum reyndar 14" sjónvarp en það er hjá systur minni, þarf semsagt að fá það aftur.
Í gær fór ég í heimsókn til Siggu og Drífu til að sjá fyrstu tönnina hans Adams, reyndar sést hún ekki en maður finnur alveg fyrir manni. Vá hvað maður er orðin stór, bara komin með fyrstu tönnina og svo verður maður eins árs eftir tvo mánuði. Þetta er svo fljótt að líða.
Ég fór líka í Hagkaup í gær og það er komið jóladót, oh ég var alveg sjúk, reyndar keypti ég ekkert en mig langaði samt rosalega til þess. Ætla samt að bíða og athuga hvort að það komi kannski eitthvað flottara.
En vikan bara framundan og bara þrír skóladagar og svo er aftur komin helgi, jibbí.
sunnudagur, október 19, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 10/19/2003 05:49:00 e.h.
|