Jæja mest lítið að gerast hjá mér núna. Árni er búinn með tvö miðannarpróf og á þar af leiðandi bara eitt eftir. Svo taka við alveg geðveikt mikið af verkefnum hjá honum þannig að ég á ekkert eftir að sjá hann.
Núna er líka að koma verkefnatímabil hjá mér, föstudaginn 17. október sé ég ein um umræðutíma í Félagslegri sálfræði og þarf líka að skila 700 orða úttekt í leiðinni. Svo á ég eftir að gera þrjár tilraunir og skrifa skýrslu um þær allar og fjalla líka um þær í tíma fyrir framan allan bekkinn. Reyndar eru þetta allt hóptilraunir þannig að það er skárra en að vera einn í þessu. En jæja, ætla að segja þetta gott, virðist ekkert vera neitt skemmtilegt blogg hjá mér hvort sem er ;)
miðvikudagur, október 08, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 10/08/2003 01:05:00 e.h.
|