Saumóinn hjá Söru var ekkert smá fínn, rosalega gott allt sem hún bauð upp á og loksins fékk ég að sjá litla prinsinn, hann er rosalega líkur pabba sínum en samt víst ekki eins mikið og fyrst. Ekkert smá mikið krútt. Líka gaman að sjá loksins íbúðina þeirra, var nefnilega ekki búin að sjá hana áður.
Svo komu mamma og systurnar í saumó í gær og það var bara rosalega fínt, reyndar misheppnaðist eitthvað paprikurétturinn minn (keypti vitlausan ost) þannig að ég bjó bara til annan rétt sem heppnaðist alveg.
Núna er ég að passa Adam krúsídúllu. Er heima hjá Siggu og Drífu vegna þess að hann var sofandi þegar ég byrjaði að passa. En hann er vaknaður núna og vill að frænka sín fari að veita honum einhverja athygli.
fimmtudagur, október 23, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 10/23/2003 01:21:00 e.h.
|