miðvikudagur, október 15, 2003

Það virðist vera rosalega vinsælt að skrifa 100 atriða lista um sjálfan sig á blogginu. Mér finnst þetta svo sniðugt að ég ætla að gera þetta um mig. Ætli ég geti fundið 100 atriði um sjálfa mig?

1. Ég er fædd í Reykjavík árið 1979.
2. Ég bý með Árna, unnustanum mínum.
3. Við ætlum að gifta okkur næsta sumar.
4. Árni er í tölvunarfræði.
5. Við útskrifumst bæði næsta ár.
6. Við eigum einn kött sem heitir Snúður.
7. Hann sefur stundum hjá okkur.
8. Ég hef átt tvo ketti á undan Snúði, Kela og Pjakk.
9. Mér leið rosalega illa þegar að þeir dóu.
10. Ég elska hunda og ketti.
11. Mig langar í annan kött og labradorhund.
12. Ég á æðislega foreldra.
13. Mig langar að búa í Hafnarfirði.
14. Við ætlum að flytja til Danmerkur eftir 10 mánuði í mastersnám.
15. Mér finnst rosalega gott að búa á Íslandi.
16. Ég er hrifin af köldu veðri.
17. Ég á fimm systkini.
18. Ég er hrædd við geitunga og býflugur.
19. Ég er rosalega mikið jólabarn.
20. Ég sauma mikið, sérstaklega jóladót.
21. Ég er bæði skírð og fermd.
22. Ég trúi á Guð.
23. Ég spilaði á þverflautu í 9 ár.
24. Mamma og pabbi voru rosalega fúl þegar að ég hætti að spila á þverflautu.
25. Ég æfði margar íþróttir þegar ég var yngri.
26. Ég var í MR.
27. Mér fannst rosalega skemmtilegt í MR.
28. Ég á bara 7 mánuði eftir í sálfræðináminu.
29. Ég á afmæli eftir 25 daga.
30. Ég verð 24 ára þá.
31. Elsta systir mín á afmæli sama dag og ég.
32. Hún er 16 árum eldri en ég.
33. Elsta systkinið mitt (bróðir minn) er 19 árum eldra en ég.
34. Ég á fáa en mjög góða vini.
35. Ég er rosalega feimin.
36. Ég þoli ekki hrossaflugur.
37. Mér finnst leiðinlegt að í íbúðinni okkar sé ekki bað, bara sturta.
38. Ég les mjög mikið.
39. Mér finnst gott að lesa í baði.
40. Mér finnst gaman að lesa ástar- og spennusögur.
41. Ég er langyngst af systkinum mínum.
42. Ég á 9 systkinabörn.
43. Við eigum Volkswagen Golf, árgerð 94
44. Mig langar í nýjan bíl.
45. Það gerist samt ekki á næstunni.
46. Ég er rosalega skipulögð, smámunasöm og samviskusöm.
47. Ég held með Val.
48. Mér finnst rosalega gaman að horfa á fimleika.
49. Þeir eru samt eiginlega aldrei sýndir í sjónvarpinu, ömurlegt.
50. Ég er hooked af rosalega mörgum sjónvarpsþáttum.
51. Mér finnst mýs rosalega sætar.
52. Við eigum ömurlega nágranna.
53. Ég vona að ég fái góða vinnu eftir áramót.
54. Ég er samt viss um að ég endi hjá Landsbankanum með ömurleg laun.
55. Mér finnst nammi rosalega gott.
56. Ég er samt að reyna að hætta að borða nammi.
57. Ég drekk sjaldan gos.
58. Sumir segja að ég sé með skrýtinn matarsmekk.
59. Mér finnst svið, slátur, kjötsúpa og allt þannig rosalega gott.
60. Mér finnst grillmatur vondur.
61. Mér finnst meðlætið yfirleitt alltaf betra en aðalmaturinn.
62. Mér finnst mjólk ekki góð eintóm.
63. Ég átti heima í Reykjavík þangað til ég varð 9 ára.
64. Þá flutti ég í Hafnarfjörð.
65. Ég er mjög lofthrædd.
66. Ég æfði fimleika en hætti vegna atriðis 59.
67. Ég var í dansi.
68. Mér finnst gaman að læra tungumál.
69. Mér finnst ekki gaman að læra sögu og efnafræði.
70. Ég þoli mjög takmarkað illa uppalin börn.
71. Mér finnst marengskökur rosalega góðar.
72. Ég er ekki hrifin af kexi.
73. Ég verð að setja sykur út á Cheerios og Kornflakes.
74. Ég fer út að labba svona fjórum sinnum í viku.
75. Það er rosalega frískandi.
76. Ég drekk ekki kaffi.
77. Ég ligg aldrei í sólbaði.
78. Ég verð ekki brún.
79. Ég er með mikið af freknum í andlitinu.
80. Ég nota gleraugu því ég er nærsýn.
81. Ég á erfitt með að leggja þversum í stæði.
82. Ég fer sjaldan í bíó.
83. Ég kaupi mér mjög sjaldan föt.
84. Ég nota skó nr. 35-36.
85. Ég á erfitt með að finna á mig skó.
86. Ég er með liðað hár.
87. Ég er með ljósar strípur.
88. Raunverulegi háraliturinn minn er dökk kopargylltur.
89. Ég stressa mig stundum of mikið yfir mjög litlum atriðum.
90. Ég er ekki með gott ímyndarafl.
91. Ég er ekki góð að teikna.
92. Þegar að ég er að lesa er ekki hægt að ná sambandi við mig.
93. Ég er rosalega lítil í mér.
94. Ég þori ekki í rússíbana, fallhlífastökk, teygjustökk o.fl.
95. Ég borða mikið popp
96. Þegar ég fer á kaffihús fæ ég mér oftast heitt súkkulaði.
97. Ég er sporðdreki.
98. Það besta sem ég veit er að vera með Árna.
99. Ég er myrkfælin.
100. Ég er hamingjusöm.

Vá, þetta var frekar erfitt fyrst en svo get ég fundið mikið fleiri atriði sem ég myndi vilja setja inn. Samt frekar tímafrekt.