föstudagur, október 10, 2003

Þá er komið helgarfrí, jibbí. Ég er nefnilega alltaf í svo löngu helgarfríi, búin í skólanum á föstudögum kl. 10 og þarf ekki að mæta aftur í skólann fyrr en kl. 1 á mánudögum. Voðalega næs.
Það er nú samt voðalega lítið planað um helgina, það er reyndar skírn hjá Ingu og Bigga á sunnudaginn, hlakka geðveikt til að vita hvað litli á að heita. Ég og Rannveig fórum einmitt að versla skírnargjöf fyrir hann í gær.
Fyrir utan þetta verður örugglega bara lært og slappað af. Svo er ég að bíða eftir að próftaflan hjá HÍ verði birt. Hún á að koma í dag, vona bara að hún verði fín hjá mér, nenni ekki að fara í próf 20. eða 22. desember.