Jæja, skírnin búin og litli er búinn að fá nafnið Birkir Snær. Rosalega flott nafn. Til hamingju með nafnið og skírnina, krútt. Hann er orðinn svo stór að manni brá bara við að sjá hann. Það var bara mjög fínt að komast aðeins út og hitta vinkonurnar og spjalla aðeins saman, þurfum samt að gera mikið meira af því. Það er bara svo mikið að gera hjá öllum að það virðist aldrei vera neinn tími.
Svo er ég bara búin að vera að slappa af í dag og horfa á nokkra þætti í Stargate og nýjasta Friends, gaman. Árni fór auðvitað strax upp í skóla eftir skírnina til að læra fyrir prófið á morgun. Hann er kominn með svo mikið ógeð af því að læra, greyið en seinasta prófið er á morgun.
sunnudagur, október 12, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 10/12/2003 06:52:00 e.h.
|