Ég er komin með svo mikið ógeð af skólanum, ég nenni þessu hreinlega ekki lengur. Svona líður mér alltaf þegar að ég er alveg að vera búinn með einhvern áfanga, ég hætti auðvitað ekkert í skólanum en vá hvað mér finnst leiðinlegt.
Það var ekkert smá gaman að passa Adam á mánudaginn, hann var hjá mér í einn og hálfan tíma og var ekkert smá góður. Sat bara og talaði rosalega mikið. Algjör dúlla.
Svo er saumó í kvöld hjá mömmu, við systurnar og mamma hittumst alltaf reglulega, bara svona til að catch up. Umm nammi nammi, það verður brauðterta og marengsterta og brauð og pestó. Ég hlakka ekkert smá til.
En fyrir utan þetta er mest lítið að frétta. Skrifa meira seinna.
miðvikudagur, október 01, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 10/01/2003 12:13:00 e.h.
|