sunnudagur, október 05, 2003

Ég og mamma fórum í Garðheima í dag vegna þess að það voru kattadagar. Oh þeir voru svo sætir, persneskir, síams, norskir skógarkettir, bengal, balinese og svo venjulegir húskettir frá Kattholti sem vantar heimili. Mig langaði að taka alla kettina með heim, ég var alveg sjúk.
En enn ein helgin búin sem er allt í lagi því að þá er styttra í jólafrí, jibbí. Ég er samt ekki alveg nógu ánægð með þessa menn í Háskólanum. Sko, seinasti kennsludagur er 28. nóvember en próftímabilið byrjar ekki fyrr en 10. desember og er til 20. desember. Rosalega hallærislegt, finnst mér. Ég væri mikið meira til í að byrja fyrr í prófum og vera þá búin fyrr. En það þýðir víst ekki að nöldra, seinasta próftörnin mín í HÍ bráðum búin, gaman gaman.