föstudagur, október 24, 2003

Ég var hjá augnlækni áðan og sjónin er búin að versna. Ekki alveg nógu gott, sko. Á hægra auga er hún búin að versna um 1.0 en á vinstra auga um 0.75. Þannig að ég þarf að fá ný gler sem er rosalega dýrt. Ekki nógu ánægð með það. Ekki von að ég var byrjuð að píra augun þegar að ég var að lesa og svona.
Svo eru ég og Árni búin að ákveða að flytja aftur heim til tengdó og leigja íbúðina út, aðeins svona að safna pening áður en við förum út til Danmerkur. Það verður samt rosalega skrýtið að flytja aftur heim þegar að maður er búinn að búa bara tvö ein í tæp tvö ár. En það hlýtur að reddast, ég kemst allavega aftur í bað.
Núna er það semsagt bara að leita sér að leigjendum, vona bara að við finnum einhverja góða, það kemur einn að skoða íbúðina í dag og vonandi annar á morgun, þannig að það er fínt. Við viljum nefnilega helst flytja sem fyrst.